Hvernig byrja ég að fjárfesta?

Það var þéttsetið á fundi Ungra fjárfesta í dag.
Það var þéttsetið á fundi Ungra fjárfesta í dag. mbl.is/Styrmir Kári

Það var smekk­fullt í kennslu­stofu Há­skól­ans í Reykja­vík í dag þar sem Ung­ir fjár­fest­ar fóru yfir grunn­atriðin í fjár­fest­ing­um. Um 1.300 manns höfðu boðað komu sína á fund­inn og svo virðist sem flest­ir hafi látið sjá sig. 

Björn Berg Gunn­ars­son, fræðslu­stjóri VÍB, eign­a­stýr­ing­arþjón­ustu Íslands­banka, hélt er­indi um það sem fólk þarf að hafa í huga við fyrstu skref­in í fjár­fest­ing­um. „Fjár­fest­ing er bara annað orð yfir sparnað,“ sagði Björn og vísaði til þess að fólki þætti hug­takið stund­um fram­andi. 

Hann benti á að sér­eigna­líf­eyr­is­sparnaður­inn er fyrsta al­vöru fjár­fest­ing flestra. Samt væru marg­ir ekk­ert að huga að ávöxt­un­inni „Þú ræður hvort sparnaður­inn sé á banka­reikn­ingi, í hluta­bréf­um eða skulda­bréf­um,“ sagði Björn og ráðlagði hverj­um og ein­um að skoða sparnaðinn, meta ávöxt­un­ina og breyta henni ef þörf­in er til staðar.

Þá benti hann á að ungt fólk, sem er að feta sín fyrstu skref á vinnu­markaðnum, mætti frek­ar við flökti á sparnaðinum, og þar með meiri áhættu, en aðrir sem eru að nálagst elli­líf­eyris­ald­ur­inn.

Verðum að leggja fyr­ir vegna vaxta­kjara

„Á Íslandi eru hærri vext­ir en ann­ars staðar. Það þýðir að við verðum að leggja fyr­ir vegna þess að lán­in hér eru miklu dýr­ari en ann­ars staðar. Mun­ur­inn á vöxt­un­um, þ.e. skuld og ávöxt­un, er mik­ill,“ sagði Björn. Líkt og fram hef­ur komið hækkuðu stýri­vext­ir Seðlabanka Íslands um 0,5% í morg­un og eru meg­in­vext­ir bank­ans því 5,5%, en það er með því allra hæsta sem þekk­ist í þróuðum ríkj­um.

Björn sagði mik­il­væg­ustu spurn­ing­una í upp­hafi snúa að til­gangi fjár­fest­ing­ar­inn­ar. Hvort fjár­fest­ing­in væri hugsuð til skemmri eða lengri tíma og vísaði til þess til þess að ávöxt­un­in og vext­ir yrðu hærri eft­ir því sem bind­ing­ar­tím­inn verður lengri.

Ef mark­miðið er að ná sem bestri ávöxt­un með sem minnstri áhættu, get­ur verið gott að skipta fjár­fest­ing­unni upp.

Næsta skref þegar hugað er að fjár­fest­ingu er að leita sér ráðgjaf­ar. Viðskipta­bank­arn­ir bjóða t.d. upp á slíka ráðgjöf en VÍB veit­ir skráðum fé­lags­mönn­um Ungra fjár­festa af­slátt.

Dreifa áhætt­unni eða veðja á einn hest?

Þriðja skrefið sagði Björn fel­ast í að velja það sem ætti að kaupa, t.d. hvort kaupa ætti stök bréf eða nýta sjóði. Hann benti á að kost­irn­ir við sjóði væru marg­ir fyr­ir fjár­festa sem eru að stíga sín fyrstu skref. Sjóðirn­ir bjóða upp á eigna­dreif­ingu og því er hægt að dreifa áhætt­unni. Þá er einnig þægi­legt að eiga viðskipti með lág­ar fjár­hæðir í sjóðum þar sem það get­ur verið dýrt að versla með stök bréf.

„Hluta­bréf og skulda­bréf hegða sér ekki eins og þess vegna dreif­um við eign­un­um,“ sagði Björn og bætti við að áhætt­an dreif­ist frek­ar eft­ir því sem fyr­ir­tæk­in að baki fjár­fest­ing­unni verða fjöl­breytt­ari. Þá verður flór­an enn breiðari ef áhættu­lít­il rík­is­skulda­bréf fara með í graut­inn. 

Ekki elta markaðinn

Eft­ir að búið er að ákveða þessi fyrstu skref þarf fjár­fest­ir næst að skoða hvaða hópi fjár­festa hann lang­ar að til­heyra. Hvort hann sé lang­tíma­fjár­fest­ir eða spá­kaupmaður. Sá fyrri spá­ir í fjár­fest­ing­unni til lengri tíma en sá síðari kaup­ir vegna tíma­setn­ing­ar­inn­ar.

Björn benti al­menn­um fjár­fest­um í start­hol­un­um að forðast síðar­nefnda hóp­inn. Það get­ur verið dýrt að kaupa og selja hluta­bréf og gróðinn þarf því að vera mik­ill til þess að hægt sé að rétt­læta greidd­ar þókn­an­ir.

Þá varaði hann að lok­um við því að elta markaðinn. „Ekki reikna með að ávöxt­un muni end­ur­taka sig,“ sagði hann og vísaði til þess að frek­ari rök þyrftu að mæla með fjár­fest­ingu en bara það að bréf­in hefðu hækkað í verði.

Þá ætti einnig að hugsa sig um áður en bréf­in eru seld aft­ur. Ástæðan mætti ekki bara vera sú að þau hefðu verið á niður­leið.

„Það er nauðsyn­legt að vera þol­in­móður. Það koma leiðin­leg ár inn á milli hjá öll­um fjár­fest­um,“ sagði Björn og bætti að lok­um við að mik­il­vægt væri halda alltaf áfram að leita sér þekk­ing­ar.

Frétt mbl.is: 1.300 manns vilja læra að fjár­festa

Björn Berg Gunnarsson fræðslustjóri VÍB
Björn Berg Gunn­ars­son fræðslu­stjóri VÍB mbl.is/Ó​mar Óskars­son
Sjóðir eru sniðugir fyrir þá sem eru að taka sín …
Sjóðir eru sniðugir fyr­ir þá sem eru að taka sín fyrstu skref. Þórður Arn­ar Þórðar­son
Björn Berg, fræðslustjóri VÍB, hélt erindi á fundinum.
Björn Berg, fræðslu­stjóri VÍB, hélt er­indi á fund­in­um. Styrm­ir Kári
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka