Ísland á leið í hóp þeirra ríku

Það er að gerast: Ísland er að snúa aftur í hóp ríkustu þjóða heims sem landið tilheyrði fyrir árið 2008, segir í frétt Bloomberg þar sem meðal annars er fjallað er um lánshæfiseinkunnir íslenska ríkisins.

Samkvæmt fréttinni er Ísland ekki að endurheimta AAA einkunnina sem íslenska ríkið státaði af hjá Moody’s Investors Service þangað til í maí 2008 alveg á næstunni en nú er íslenska ríkið með einkunnina Baa2. Hins vegar státar landið af hagvexti og litlu atvinnuleysi sem flest ríki sem eru innan evrusvæðisins geta látið sig dreyma um.

Engir brjálaðir ólíkargar

„Það góða við Ísland er að það er tiltölulega stöðugt,“ segir Anthony Lui, sérfræðingur hjá Exotix Partners LLP í Lundúnum í viðtali við Bloomberg.

„Engir brjálaðir ólíkargar, engir ættflokka-stríðsherrar eða mafíósar, aðeins mikið af fiski. Og með umtalsvert hærri innlánsvexti heldur en flest önnur lönd geta boðið upp á.“

Frétt Bloomberg í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK