Vaxtahækkunartónninn mildaður

Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri. mbl.is/Golli

Greining Íslandsbanka segir að tíðindin í yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands, sem kynnt var í morgun, séu þau að vaxtahækkunartónninn hafi verið mildaður. Þannig sagði í yfirlýsingu nefndarinnar í júní að einsýnt þætti að hækka þyrfti vexti umtalsvert á komandi misserum. Nú er yfirlýsingin mun mildari og virðist nefndin ekki vera sannfærð um að verðbólgan muni aukast jafn hratt og reiknað er með í verðbólguspá bankans.

Í morgunkorni greiningardeildarinnar segir að ákvörðun bankans um að hækka vexti sína um 0,5 prósentur sé í takt við spá sína og annarra greinenda.

Rökin fyrir hækkuninni séu að verðbólguhorfur hafi versnað miðað við síðustu spá Seðlabankans sem birt var í maí síðastliðnum, sem rekja má til meiri launahækkana en gert var ráð fyrir í þeirri spá. Þá gerir bankinn ráð fyrir vaxandi framleiðsluspennu á næstu misserum. Meginvextir bankans, vextir á 7 daga bundnum innlánum, eru nú 5% og hafa hækkað um prósentu frá júníbyrjun.

Greiningardeildin tekur fram að viðbrögðin á mörkuðum við vaxtaákvörðuninni í morgun hafi verið tiltölulega hófstillt það sem af er degi. Þó hefur krafa óverðtryggðra ríkisbréfa lækkað, sem bendir til þess að hinn mildari tónn peningastefnunefndar hafi dregið úr væntingum um verulega viðbótarhækkun stýrivaxta á næstu mánuðum og misserum. Nam kröfulækkunin 2-11 punktum klukkan ellefu og hefur velta verið nokkur hvað ríkisbréf varðar.

Engin velta hafði hins vegar verið með verðtryggða markflokka.

Frétt mbl.is: Stýrivextir hækka í 5,5%

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka