„Helgispjöll að nota Gullfoss nafnið“

Gull­foss kom fyrst til landsins árið 1915.
Gull­foss kom fyrst til landsins árið 1915. mbl.is/Magnús Ólafsson

Eimskip hefur ekki ákveðið hvort úrskurði innanríkisráðuneytisins um skipsnafnið Gullfoss verði áfrýjað en úrskurðurinn tryggði hvalaskoðunarfyrirtæki nafnið. „Við erum fljót að friða hina og þessa kofa á Íslandi, en við lítum svolítið á nafnið sem sams konar menningararf, sem einnig ber að vernda,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskipafélagsins.

Líkt og mbl greindi frá á mánudag hefur ráðuneytið staðfest einka­rétt fyrirtækisins Se­ar­an­ger á Gull­fossi og má Eim­skip þar af leiðandi ekki nota nafnið. Sam­göngu­stofa veitti Se­ar­an­ger ehf. einka­rétt á skips­nafn­inu hinn 15. maí 2014 en Eim­skip kærði ákvörðun­ina í júlí sama ár. Úrskurður ráðuneytisins féll um mánaðarmótin.

Samofið sögu þjóðarinnar

Í kær­unni vísaði Eim­skipa­fé­lagið til þess að saga ís­lenskr­ar þjóðar, Eim­skipa­fé­lags­ins og Gull­foss væri samof­in í hug­um al­menn­ings. Skipið hafi verið lífæð lands­manna á síðustu öld og að Gull­foss teng­ist mörg­um helstu at­b­urðum ís­lensks þjóðlífs síðustu 100 ár.

Sam­göngu­stofa og ráðuneytið telja þetta hins veg­ar engu breyta um þær regl­ur sem gilda um veit­ingu heim­ild­ar á einka­rétti til skips­nafns. Nafnið hafi ein­fald­lega ekki verið skráð í skipa­skrá.

Gull­foss kom fyrst til landsins árið 1915 en var selt árið 1947. Árið 1950 var Eim­skipa­fé­lag­inu af­hent nýtt skip sem tók við nafn­inu Gull­foss en áætl­un­ar­ferðum þess var lokið árið 1973 eft­ir að það skemmd­ist við björg­un­ar­störf í Vest­manna­eyjagos­inu.

Eldri borgarar með þungar áhyggjur

„Eðli málsins samkvæmt þykir okkur þessi úrskurður svolítið leiðinlegur og ekki í takti við það sem við bjuggumst við,“ segir Ólafur og bætir við að nafnið hafi alltaf tengst félaginu, og mörgum Íslendingum, sterkum böndum.

„Engum sem hefur rekið eða átt skip á Íslandi hefur áður dottið í hug að nefna það Gullfoss,“ segir Ólafur. „Enda eru það að mínu viti bara helgispjöll,“ segir hann og undirstrikar að um sína persónulegu skoðun sé að ræða. „Tugir eldri borgara hafa hringt í okkur og lýst yfir áhyggjum sínum og sorg yfir þessu máli,“ segir Ólafur og vísar til þess að margir þeirra eigi sterkar minningar af Gullfossi.

Aðspurður hvort nafngiftin skipti í raun einhverju máli fyrir Eimskipafélagið, þar sem nafnið hefur ekki verið í notkun í um fjóra áratugi, segir Ólafur það hafa verið draum margra hjá fyrirtækinu að endurvekja Gullfoss sem farþegaferju í framtíðinni.

Hann tekur þó fram að farþegaflutningar séu ekki á borðinu. „Ef rétt andrúmsloft skapast í samfélaginu og rétt tækifæri bjóðast eru menn alltaf tilbúnir að skoða vissa hluti. Stjórn félagsins hefur þó engar ákvarðanir tekið,“ segir hann.

Næstu skref segir Ólafur mögulega fólgin í því að biðla til þeirra sem eiga nafnið um að endurskoða afstöðu sína eða fara með málið fyrir dómstóla. „Ég veit hins vegar ekki hvort við viljum að Gullfoss verði tengdur einhverjum dómsmálum og leiðindum,“ segir hann. „Það gæti bara verið til hins verra,“ segir Ólafur William Hand.

Frétt mbl.is: Eimskip missir Gullfoss

Gullfoss var fyrsta skip Eimskips.
Gullfoss var fyrsta skip Eimskips.
Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips, lengst til vinstri á myndinni.
Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips, lengst til vinstri á myndinni. mbl.is/Ómar
Hvala­skoðunar- og sjó­stang­veiðiskipið Gull­foss.
Hvala­skoðunar- og sjó­stang­veiðiskipið Gull­foss.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK