Markaðurinn tók undir með IKEA

IKEA
IKEA AFP

Markaðsaðilar virtust taka undir með IKEA í gær þar sem markaðir hresstust í kjölfar tilkynningar fyrirtækisins um lækkun vöruverðs um 2,8 prósent.

IKEA benti á að gengi krónunnar hefur styrkst töluvert gagnvart evru og að kjarasamningar hafi reynst skaplegri en væntingar stóðu til og því væri svigrúm til lækkunar vöruverðs.

Ávöxtunarkrafa óverðtryggðra bréfa lækkaði um fimm til þrettán punkta og verðtryggðra um tvo til níu punkta. Fjármálagreining Capacent bendir á að viðbrögð skuldabréfamarkaðar bendi til væntinga um lægri verðbólgu með lægra vaxtastigi. 

Verðbólguálag til níu ára er nú 3,84 prósent en meðalverðbólgan síðustu 9 ár hefur verið sex prósent.  „Rétt er að benda á, að til svo langs tíma eru hinar svokölluðu verðbólguvæntingar að stórum hluta verðbólguáhætta,“ segir Capacent.

Ástæða þess er sú að fjárfestar eru til í að greiða álag fyrir öryggi sem fylgir verðtryggingu og greiða því umfram verð fyrir verðtryggð bréf.

Vestan hafs er talið að verðbólguáhætta liggi milli 0,5 til 1 prósent en sveiflur í verðbólgu þar eru mun minni en á Íslandi og má reikna með að álagið sé nokkuð hærra hér á landi.

Í gær voru stýrivextir á Íslandi hækkaðir um hálft prósentustig og jókst því vaxtamunur milli Íslands og nágrannaríkjanna. „Ólíkt markaðsvöxtum hafa stýrivextir farið hækkandi líkt en líkt og fram hefur komið líta erlendir spákaupmenn hýru auga til íslensku vaxtaveislunnar,“ segir Capacent.

Frétt mbl.is: Stýri­vext­ir hækka í 5,5%

Frétt mbl.is: Segir svigrúm til lækkunar

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK