Íslenski markaðurinn óx mest í sumar

Garðar Hann­es Friðjóns­son, for­stjóri Eik­ar, hringdi Eik inn í Kauphöllina …
Garðar Hann­es Friðjóns­son, for­stjóri Eik­ar, hringdi Eik inn í Kauphöllina á árinu. Mynd/Golli

Ágæt­lega hef­ur viðrað á hluta­bréfa­markaður­inn í sum­ar þrátt fyr­ir að sum­ar­mánuðirn­ir séu oft tími lít­illa hreyf­inga. Frá miðjum maí hef­ur Úrvals­vísi­tal­an hækkað um ell­efu pró­sent.

Í Hag­sjá Lands­bank­ans kem­ur fram að flest fé­lög­in á ís­lenska hluta­bréfa­markaðnum hafi hækkað í verði frá árs­byrj­un 2015 en aðeins Hag­ar og TM hafa lækkað á ár­inu.

N1, Mar­el, Össur og Icelanda­ir eru þau fé­lög sem hafa hækkað mest frá árs­byrj­un en ástæður hækk­ana hjá fé­lög­un­um má fyrst og fremst finna í góðum upp­gjör­um á fjórða árs­fjórðungi 2014 og fyrsta árs­fjórðungi 2015. Að sama skapi hef­ur orðið lækk­un á verði fé­laga sem birtu upp­gjör und­ir vænt­ing­um á sama tíma.

207 millj­arða hækk­un

Það sem af er ári hef­ur virði fé­laga á aðall­ista kaup­hall­ar­inn­ar hækkað úr 588 millj­örðum króna í 795 millj­arða. Þar af er 76,5 millj­arða hækk­un vegna skrán­ingu nýrra fé­laga á markað, en það eru Eik og Reit­ir. Á sama tíma hafa verið greidd­ir 24,3 millj­arðar króna í arðgreiðslur á ár­inu.

Össur er lang­stærsta fyr­ir­tækið á markaði, með 220 millj­arða króna markaðsvirði, en þar á eft­ir koma Mar­el, með 142 millj­arða króna markaðsvirði og Icelanda­ir, með 131 millj­arðs króna virði. Markaðsvirði skráðra fé­laga nem­ur nú um fjör­tíu pró­sent af lands­fram­leiðslu.

Besti markaður­inn í sum­ar

Ólík þróun hef­ur verið á hluta­bréfa­markaðnum hér­lend­is en á hinum Norður­lönd­un­um frá ára­mót­um.

Frá ára­mót­um og fram í lok apríl varð ekki mik­il hækk­un á inn­lend­um hluta­bréfa­markaði sam­an­borið við þá nor­rænu, OMX­I8GI úr­vals­vísi­tal­an, sem tek­ur til­lit til arðgreiðslna, hækkaði um níu pró­sent á sama tíma og nor­ræna vísi­tal­an OMX Nordic 40 GI, sem einnig tek­ur til­lit til arðgreiðslna, hækkaði um rúm­lega tutt­ugu pró­sent.

Í maí fór dæmið að snú­ast við og um miðjan ág­úst hafði OMX­I8GI hækkað um 23 pró­sent á ár­inu og OMX Nordic 40GI um nítj­án pró­sent. Mun minni hækk­an­ir hafa verið þegar litið er á heims­vísi­töl­una, en hún hef­ur ein­ung­is hækkað um 1,5 pró­sent árið 2015 og lækkað um 3,2 pró­sent frá miðjum maí.

Sum­arið hef­ur þá ekki verið jafn gott fyr­ir er­lenda markaði. Und­an­farna þrjá mánuði er það ís­lenska úr­vals­vísi­tal­an sem hef­ur hækkað mest, um ell­efu pró­sent, og aðeins hef­ur verið hækk­un á fjór­um öðrum mörkuðum, en þær hækk­an­ir hafa verið á bil­inu tvö til fjög­ur pró­sent.

Hins veg­ar verður að taka til­lit til þess að úr­vals­vísi­töl­ur eru oft sam­sett­ar úr fáum fyr­ir­tækj­um og hækk­un fárra fyr­ir­tækja því gefið vill­andi mynd af þróun alls markaðar­ins.

Í til­felli Dan­merk­ur, þar sem heilsu­geir­inn veg­ur yfir fimm­tíu pró­sent í vísi­töl­unni, hef­ur t.a.m. eitt líf­tæknifyr­ir­tæki sem fram­leiðir krabba­meins­lyf hækkað um rúm­lega 170 pró­sent und­an­farna tólf mánuði. Svipaða sögu má segja um ís­lensku úr­vals­vísi­töl­una. Icelanda­ir og Mar­el t.d. vega um 53 pró­sent í vísi­töl­unni en þessi fé­lög hafa sýnt bæði góðan vöxt og af­komu­bata á ár­inu.

Hér má sjá úrvalsvísitöluna á helstu mörkuðum.
Hér má sjá úr­vals­vísi­töl­una á helstu mörkuðum. Mynd/​Lands­bank­inn
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK