Sigurður nýr framkvæmdastjóri hjá WOW

Sigurður Magnús Sigurðsson nýr framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs WOW air
Sigurður Magnús Sigurðsson nýr framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs WOW air

Sigurður Magnús Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs WOW air.  Hann starfaði áður sem flugrekstrarstjóri flugfélagsins Atlanta. Sigurður hóf fyrst störf hjá Íslandsflugi árið 2003 og hefur unnið hjá flugfélaginu Atlanta frá sameiningu félagana árið 2005.  Sigurður hefur gengt starfi flugrekstrarstjóra flugfélagsins Atlanta síðan 2010 en gegndi þar áður starfi yfirmanns áhafnamála. 

Sigurður útskrifaðist með B.S. í Air Transport Management frá City University árið 2005 og lauk einnig námi í flugvirkjun í Denver, Colorado árið 2001.

Á sama tíma lætur Birgir Jónsson af störfum hjá félaginu. Birgir var ráðinn sem aðstoðarforstjóri og framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs til eins árs og kom hann að margvíslegum stefnumótunar og skipulagsmálum í hröðum vexti félagsins.

„Ég þakka Skúla og öllu hinu frábæra fólkinu hjá WOW air kærlega fyrir gott samstarf um leið og ég hlakka til að takast á við ný og spennandi verkefni. Ég kveð vini mína hjá WOW air með stolti og þakklæti yfir að hafa fengið að hafa verið með í þessu ævintýri og hlakka til að sjá félagið blómstra á næstunni“ segir Birgir Jónsson.

„Birgir kom til okkar á krefjandi tíma og hefur verið öflugur liðsmaður í hraðri uppbyggingu WOW air. Ég þakka honum fyrir hans góða framlag og óska honum alls hins besta. Einnig vil ég bjóða Sigurð Magnús velkominn í hópinn en hans mikla reynsla af flugrekstri mun nýtast WOW air á fyrirsjáanlegu vaxtarskeiði,“ segir Skúli Mogensen forstjóri og stofnandi WOW air. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK