Ef væmni er það sem þarf...

Þórður hefur rannsakað framúrakstur í opinberum verkefnum um nokkurt skeið.
Þórður hefur rannsakað framúrakstur í opinberum verkefnum um nokkurt skeið. mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

 Núvitund gæti verið ein leiðanna út úr stöðugri framúrkeyrslu í kostnaði við opinber verkefni og einnig komið í veg fyrir að fólk fyllist af streitu og brenni út í starfi kornungt.

Þetta segir Dr. Þórður Víkingur Friðgeirsson, lektor við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík sem var einn fyrirlesara á námsstefnu undir yfirskriftinni The Mindful Leadership revolution í Hörpu í gær. Í fyrirlestrinum sýndi Þórður Víkingur gröf tengd rannsóknum sínum á kostnaði við opinberar rannsóknir til að undirstrika að framúrkeyrsla í kostnaði orsakaðist ekki af skorti á þekkingu eða lélegri aðferðafræði eins og margur myndi halda.

„Gröfin sýna að við erum sífellt og á öllum tímum að glíma við framúrkeyrslu í kostnaði, sumum þætti það kannski bara skiljanlegt og að vandamálið felist í því að við séum ekki með nógu góðar aðferðir en það passar ekki. Ef það væri tilfellið væri mismunurinn jafndreifður, stundum vanáætlaður og stundum ofáætlaður en hann er eiginlega alltaf vanáætlaður,“ segir Þórður við mbl.is eftir fyrirlestur sinn.

Hann segir að 90 prósent líkur séu á því að stór opinber framkvæmd á Íslandi fari fram úr kostnaði og að það sé þjóðfélagsmein þar sem hinn aukni kostnaður lendi á skattborgurum.

„Ástæðan er ekki sú að okkur skorti verkfræðilegar aðferðir heldur hvernig hausinn á okkur virkar. Það eru meiri líkur á vandamálum í verkefnum í dag heldur en fyrir 30 árum þrátt fyrir allar framfarirnar sem orðið hafa.“

Bylting leidd af konum

Þórður segir streitu, spennu, samkeppni og áþekka álagsvaldandi þætti mynda óheilbrigt ástand á vinnustöðum. Því sé áhugavert að beina hugrænum aðferðum inn á svið viðskiptanna og verkfræðinnar til að fólk nái betri tengingu við sjálft sig og til að einbeita sér betur í heimi sem einkennist af hraða, spennu og að hafa mörg járn í eldinum.

„Stundum talar fólk um núvitund í lítilsvirðingartón, eins og þetta séu gervivísindi, en staðreyndin er sú að bæði ríkisstjórnir, eins og sú danska, og fyrirtæki á borð við Google, Apple og Facebook eru farin að beita þessum aðferðum til að ráða bót á þessum vanda.“

Þórður Víkingur segir núvitundar-byltinguna mikið til leidda af konum og að það sé enn ein staðfestingin á því að konur séu að verða fyrirferðarmeiri innan stjórnunarfræðinnar og færa með sér nýjar hugmyndir og gildi.

„Mér finnst það ótrúlegt fagnaðarefni, það hefur vantað fleiri konur í stjórnun af skynsemisástæðum hvort sem okkur körlum líkar það betur eða verr“ segir Þórður og vísar í að konur í helstu stjórnunarstöðum stórfyrirtækja hafi verið sjaldséðir hvítir hrafnar fyrir fjármálahrunið 2008. „Hrunið var allavega ekki konum að kenna enda engin kona meðal helstu leikenda þar. Það var mjög einsleitt og óheilbrigt andrúmsloft sem leiddi til þess að allir töpuðu.“

Starfsmenn sem blómstra vinna betur

Þórður segir viðtökurnar við námsstefnunni í Hörpu sýna undirölduna sem sé til staðar í íslensku viðskiptalífi. Segir hann að þau íslensku fyrirtæki sem hvað oftast séu nefnd sem fyrirmyndarfyrirtæki, t.d. Össur, Marel og Plain Vanilla virðist öll hafa áhuga á að nýta sér hugrænar aðferðir eins og núvitund með einum eða öðrum hætti til að ná betri árangri.

„Einu sinni átti stjórnandinn að vita allt. Hann gaf fyrirmæli, skrifaði þau á blað og rétti það þeim sem átti að framkvæma. Fyrirtæki voru mjög stigskipt en veldispýramídinn er víkjandi stjórnunarfyrirkomulag að mínum dómi. Núna sjáum við í vaxandi mæli verkefni þar sem leiðtogi innan verkefnisins hjálpar öðrum í teyminu að ná árangri,“ segir Þórður.

„Þetta er allt öðruvísi hugsunarháttur. -Þú átt að gera það sem ég segi þér að gera- á móti -Ég ætla að tryggja að þér líði vel af því að þá munt þú vinna betur fyrir mig-. Þó þetta sé sé einföldun er þetta sú stefna sem öll framsækin fyrirtæki eru farin að tileinka sér í vaxandi mæli.“

Væmnin í góðu lagi

Þórður segir það að líkja núvitund við bólu vera eins og að líkta internetinu við bólu. Það geti enginn horft framhjá því að streita, kvíði og kulnun í starfi hafi aldrei verið algengari en í dag. Núvitund sé eitt mest rannsakaða svið félagsvísindanna í dag og að ekkert veki meiri spennu.

En er þetta ekki allt voðalegt tilfinningahjal og væmni?

„Ef það er það sem þarf er það í góðu lagi,“ segir Þórður ákveðinn. „Við erum að eiga við raunverulegt ástand og getum ekki haldið áfram að missa fólk sem er nánast útbrunnið af streitu kornungt. Við erum vitanlega ekki að tala um að stjórnunaraðferðir sem hafa verið notaðar lengi séu útreltar og að við þurfum öll að fara að hugleiða sjálf okkur og lífið allan daginn. Við erum ekki að kasta neinu af því sem hefur virkað vel fyrir róða, við erum bara að taka nýja hluti og gera þá gömlu enn betri með þeim.“

Tengd frétt:

Að lifa eða dafna

Það var þétt setið í Silfurbergi í gær.
Það var þétt setið í Silfurbergi í gær. mbl.is/ Styrmir
Sálfræðingurinn og núvitundarsérfræðingurinn Shauna Shapiro var helsti fyrirlesari námsstefnunnar en …
Sálfræðingurinn og núvitundarsérfræðingurinn Shauna Shapiro var helsti fyrirlesari námsstefnunnar en hún hefur m.a. unnið með Google og ríkisstjórn Danmerkur. mbl.is/Styrmir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka