„Síðustu samningar reyndu á þolrifin“

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Angel Gurría, framkvæmdastjóri OECD, á kynningarfundinum …
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Angel Gurría, framkvæmdastjóri OECD, á kynningarfundinum í dag. mbl.is/Golli

Til langs tíma geta Íslendingar ekki hækkað laun umfram framleiðniaukningu í landinu og mun slíkt leiða yfir okkur aukna verðbólgu. Þetta segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í samtali við mbl.is, eftir fund framkvæmdastjóra OECD, Angel Gurría, hér á landi í dag. Í ræðu sinni fór Gurría meðal annars yfir þá launahækkun sem samið var um hér á landi og að framleiðniaukning væri að dragast saman á sama tíma. Þetta sagði hann áhyggjuefni sem þyrfti að huga að til að koma í veg fyrir vítahring.

Bjarni tók undir þessi orð Gurría og sagði hann benda á þekkt vandamál hér á landi – víxlverkun launa og verðbólgu. „Ég tel að það sé augljóst að síðustu samningar reyndu á þolrifin hvað þetta snertir. Nákvæmlega hvernig úr því spilast fer úr því hvernig við höldum á málum og hvernig ytri þættir verða,“ segir Bjarni.

Í nýrri skýrslu sem OECD kynnti samhliða fundi Gurría er meðal annars sagt að til þess að auka framleiðni þurfi að horfa til ýmissa þátta. „Í skýrslunni er vakin athygli á að það komi ekki til nema með umbótum í menntakerfinu, meira vísindastarf og byggja á auknu hugviti og frjálsara markaðshagkerfi, til viðbótar við góð ytri skilyrði,“ segir Bjarni. Segir hann að kjarasamningar við kennara frá 2014 hafi verið áfangi á þeirri leið. Með því hafi verið hægt að stytta nám til stúdentsprófs og háskólanáms, en margt sé þó óunnið í þessum efnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK