Stofnandi ASOS hættir sem forstjóri

ASOS er ein stærsta netverslun Bretlands
ASOS er ein stærsta netverslun Bretlands Ljósmynd/Wikipedia

Stofnandi hinnar vinsælu ASOS netverslunar er á förum frá fyrirtækinu eftir fimmtán ár í forstjórastóli. Þetta var tilkynnt seint í gær og hlutabréf féllu um sex prósent strax við opnun markaða í morgun. Félagið hefur þó aðeins rétt úr kútnum síðan.

Greinendur segja ákvörðun Nick Robertson ekki hafa komið á óvart þar sem hann hefur sífellt verið að veita Nick Beighton, sem tekur við sem forstjóri, meiri ábyrgð að undanförnu.

Robertson er þó ekki á förum frá fyrirtækinu þrátt fyrir að hann ætli ekki að vera í stjórnunarstöðu. Hann verður stjórnendum ennþá til ráðgjafar að einhverju leyti og á áfram 8,4 prósent hlut í fyrirtækinu. Engin ástæða fyrir breytingunum var gefin upp í tilkynningu. 

Tekjur ASOS námu 975 milljónum punda á síðasta ári og jukust um 27 prósent milli ára. Hagnaður dróst hins vegar saman um 14 prósent en eldsvoði í einni verksmiðju fyrirtækisins hafði töluverð áhrif á reksturinn.

Frétt Business Insider.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK