Von á aðhaldsaðgerðum

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra við kynningu á síðasta fjárlagafrumvarpi.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra við kynningu á síðasta fjárlagafrumvarpi. mbl.is/Árni Sæberg

Að viku liðinni verður fjárlagafrumvarp fyrir árið 2016 lagt fram en nú liggur fyrir að þingsetning verður mánudaginn 8. september samkvæmt starfsáætlun Alþingis. Í markaðspunktum Greiningardeildar Arion banka segir að frumvarpið verði óvenju spennandi.

Í vor var lögð fram ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016 til 2019 og þingsályktunartillaga um að þeirri stefnumörkun yrði fylgt við gerð fjárlaga. Miklar breytingar hafa þó orðið á helstu forsendum og vegur þar þyngst áætlun stjórnvalda um afnám gjaldeyrishafta og þau jákvæðu áhrif sem losunin kann að hafa á skuldastöðu ríkisins.

Einnig komu stjórnvöld að gerð kjarasamninga og gáfu út yfirlýsingu um margvíslegar aðgerðir sem ekki var gert ráð fyrir í ríkisfjármálaáætluninni.

„Af þessum sökum vekur komandi fjárlagafrumvarp sérstaka athygli, eftirvæntingu og spennu. Áskorun stjórnvalda framundan er að koma í veg fyrir of hraða útgjaldaaukningu og ráðstafa tekjuafgangi í lækkun skulda á komandi árum,“ segir í Markaðspunktum.

Átta milljarða munur

Ríkisfjármálaáætlunin gerir ráð fyrir að ríkissjóður skili 11 milljarða króna tekjuafgangi á næsta ári.

Aðgerðir stjórnvalda til að liðka fyrir kjarasamningum breyta myndinni þó töluvert ef ekki verður gripið til mótaðgerða. Að mati Greiningadeildarinnar gætu aðgerðirnar leitt til þess að afkoma ríkissjóðs verði 8 til 15 milljörðum króna lakari en áður var áætlað á næstu árum. Í fyrrnefndum aðgerðum felst lækkun tekjuskatts einstaklinga og hækkun persónuafsláttar, hækkun húsaleigubóta og framlög til að byggja félagsíbúðir svo eitthvað sé nefnt.

Samanlagt myndu þessar aðgerðir leiða til þess að tekjuafgangur ríkisins á næsta ári yrði aðeins 3 milljarðar króna. Gert er því ráð fyrir að von sé á aðhaldsaðgerðum sem tryggja að markmið um 11 milljarða króna jákvæðan tekjuafgang á næsta ári haldist óbreytt.

Þörf á niðurgreiðslu skulda

Vísað er til þess að oft hafi verið þörf, en nú sé nauðsyn, að ríkissjóður verði rekinn með góðum afgangi þar sem eftirspurn á almenna markaðinum er í örum vexti með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á tekjur ríkissjóðs. 

„Áskorunin næstu árin, þegar ætla má að tekjur ríkissjóðs aukist samhliða auknum hagvexti, verður því að tryggja hóflega útgjaldaaukningu,“ segir í Markaðspunktum þar sem jafnframt segir að það skipti máli að ráðstafa auknum afgangi frekar í niðurgreiðslu skulda í stað aukningu útgjalda.

Þingsetning verður þann 8. september nk.
Þingsetning verður þann 8. september nk. Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK