Landsvirkjun í samstarfi við Félag íslenskra landslagsarkitekta býður til opins fundar á Hilton Reykjavík í dag undir yfirskriftinni „Hvernig mótar orkuvinnsla umhverfið“. Fundurinn er sýndur í beinni útsendingu á mbl.is.
Útsendingin hefst um kl 13:30 og stendur til 16:30. Á fundinum verður fjallað um hvernig skapa megi jafnvægi milli landslags, landmótunar og orkunýtingar þar sem stórum framkvæmdum fylgir óhjákvæmilega rask og geta sjónræn áhrif orðið umtalsverð.
Fundarstjóri er Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar.
Gavin Lister, verður með framsögu á fundinum. Hann er einn fremsti landslagsarkitekt Nýja Sjálands og stofnandi landslagsarkitektastofunnar Isthmus. Hann situr í umhverfisskipulagsráði Aukland borgar og hefur komið að ráðgjöf, þróun og hönnun á almenningssvæðum, innviðum og skipulagi borga.
Stefán Pálsson, sagnfræðingur, „Áhrif mannsins á landslag“.
Rut Kristinsdóttir, sviðsstjóri umhverfismats Skipulagsstofnunar, og Ólafur Páll Jónsson, heimspekingur, „Eru virkjanamannvirki afturkræf“.
Helena Guttormsdóttir, lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands, og Áslaug Traustadóttir, landslagsarkitekt, FíLA, Landmótun, „Sjónræn áhrif við aðlögun framkvæmda að landslagi – hvað þýðir það?“.
Gavin Lister, landslagsarkitekt og stofnandi Isthmus, „Hönnun á orkuvinnslusvæðum“.
Í kjölfar framsögu Gavin Lister verða pallborðsumræður þar sem rætt verður frekar um áhrif orkuvinnslu á umhverfið.
Í lok fundar munu Björk Guðmundsdóttir, landslagsarkitekt FÍLA, Landsvirkjun, og Hermann Georg Gunnlaugsson, formaður Félags íslenskra landslagsarkitekta draga saman helstu niðurstöður fundarins.
<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="390" src="https://www.youtube.com/embed/JCKAq0Bhu1E" width="640"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>