Enn er beðið eftir samþykki Samkeppniseftirlitsins fyrir kaupum Vefpressunnar á útgáfuréttinum á 12 blöðum sem Fótspor ehf gaf áður út, meðal annars Reykjavík Vikublaði og Akureyri Vikublaði. Björn Ingi Hrafnsson, útgefandi og stjórnarformaður Vefpressunnar, segir að þegar leyfið fáist verði ekki dregið úr útgáfunni heldur bætt í.
Björn Ingi segir líklegt að ekki sé langt í að leyfi fáist en að þangað til sé bara hægt að bíða.
„Þetta er ferli sem lögin segja til um, við megum ekkert gera fyrr en græna ljósið er fengið. Ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að það gerist á næstunni,“ segir Björn Ingi.
„Það er frekar augljóst í þessu tilviki að hvorugur aðilinn er með markaðsráðandi stöðu. Útfrá þeim rökum sýnist mér þetta býsna einfalt en ég ætla líka bara að leyfa embættismönnunum að vinna sína vinnu.“
Björn Ingi segir að þegar leyfi samkeppniseftirlitsins liggi fyrir verði aftur hafin útgáfa á blöðunum. „Það verður ekkert dregið úr heldur bara bætt í,“ segir Björn. „Ný blöð munu líta dagsins ljós.“
„Ekki séns í helvíti Björn Ingi Hrafnsson“