Sænska IKEA hættir áfengissölu

IKEA
IKEA AFP

IKEA í Svíþjóð hefur hætt innkaupum á áfengi og bíða verslanir fyrirtækisins þess að birgðirnar klárist. Þá verður áfengissölunni alfarið hætt. IKEA hefur selt bjór og vín á veitingastöðum sínum í Svíþjóð í tíu ár.

Í samtali við The Daily Meal segir talskona IKEA að ákvörðunin hafi verið tekin í upphafi ársins en ástæðan er einfaldlega dræm sala. Hún tekur þá fram að þetta eigi einungis við um verslanir IKEA í Svíþjóð þar sem áfengi verður enn til sölu í öðrum löndum. 

Líkt og mbl greindi frá á dögunum er veitingastaður IKEA sá vinsælasti í heimi en framkvæmdir við tvöföldun hans standa nú yfir. Áfengi er selt á veitingastað IKEA á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK