Krónan styrktist í ágúst

Íslenska krónan styrktist á móti gjaldmiðlum helstu viðskiptalanda okkar í …
Íslenska krónan styrktist á móti gjaldmiðlum helstu viðskiptalanda okkar í ágúst. AFP

Íslenska krónan styrktist á móti gjaldmiðlum helstu viðskiptalanda okkar í ágúst. Verð á evru lækkaði um 1,6%, Bandaríkjadollar um 3,6% og bresku pundi um 4,7%. Gengisvísitalan lækkaði um 3,3%.

Í Hagsjá Landsbankans kemur fram að heildarveltan á millibankamarkaði með gjaldeyri nam 540 milljónum evra, eða sem jafngildir um 79 milljörðum króna í ágúst í samanburði við 434 milljóna evra veltu í júlí.

Þetta er þriðji mánuðurinn í röð sem veltan eykst verulega milli mánaða. Alls keypti Seðlabankinn 319 milljónir evra ágústmánuði og nema hrein gjaldeyriskaup bankans á árinu því 1,1 milljarði evra.

Í fundargerð Peningastefnunefndar vegna seinustu vaxtaákvörðunar kom fram að markmið gjaldeyriskaupanna væri „að byggja upp gjaldeyrisforða í aðdraganda losunar hafta sem ekki væri fjármagnaður af erlendum lánum og koma í veg fyrir að sveiflur í genginu yrðu of miklar, t.d. vegna tímabundins inn- eða útstreymis“.

Hagfræðideild Landsbankans telur þetta hugsanlega benda til að bankinn ætli að draga úr gjaldeyriskaupum eftir að áætlun um losun hafta hefur komið til framkvæmda.

Erlend staða þjóðarbúsins hélt áfram að batna á öðrum ársfjórðungi. Staðan á innlánsstofnana í slitameðferð var +5% af VLF í lok fjórðungsins, en neikvæð um 33% af VLF miðað við reiknað uppgjör þeirra.

Ekki er tekið tillit til greiðslu stöðuleikaskatts eða stöðuleikaframlags í reiknuðu uppgjöri, þannig að endanleg niðurstaða gæti mögulega verið einhversstaðar á milli þessara tveggja talna.

Viðskiptajöfnuður mældist jákvæður um 27,5 milljarða króna á fyrri helmingi ársins í samanburði við 1,5 milljarð króna halla á sama tímabil 2014.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK