Donald Trump var að kaupa fegurðarsamkeppnina Ungfrú Bandaríkin að fullu. Núna hefur hann að selt keppnina aftur í heilu lagi.
Á föstudag tilkynnti Trump að hann hefði keypt 51 prósent hlut NBC í Miss Universe Organization en kaupverðið var ekki gefið upp. Fyrirtækið heldur utan um fegurðarsamkeppnirnar Ungfrú Bandaríkin, Ungfrú alheim og Ungfrú Bandaríkin í unglingaflokki.
Kaupandinn er umboðs- og markaðsskrifstofan WME-IMG. Fyrirtækið varð til er er William Morris Entertainment umboðsskrifstofan sameinaðist markaðsfyrirtækinu IMG í desember 2013.
Frétt mbl.is: Trump eignast Ungfrú Bandaríkin að fullu
Mikill styr hefur staðið um fegurðarsamkeppnina eftir að Trump lét ummæli um mexíkóska innflytjendur falla við tilkynningu á forstetaframboði sínu fyrr á árinu. NBC tók í kjölfarið ákvörðun um að sýna ekki frá keppninni. Það gerði sjónvarpsstöðin Univision einnig og tók kapalsjónvarpsstöðin Reelz að lokum við henni. Þar má hins vegar einungis búast við broti af áhorfinu sem keppnin hefði annars fengið hjá NBC.
Trump stefndi Univision einnig vegna samningsbrota og krafðist 500 milljóna dollara í bætur. Það mál hefur ekki verið fellt niður