Trump selur Ungfrú Bandaríkin strax aftur

Miss USA 2013
Miss USA 2013 mbl.is/AFP

Donald Trump var að kaupa fegurðarsamkeppnina Ungfrú Bandaríkin að fullu. Núna hefur hann að selt keppnina aftur í heilu lagi.

Á föstudag tilkynnti Trump að hann hefði keypt 51 prósent hlut NBC í Miss Universe Organization en kaupverðið var ekki gefið upp. Fyrirtækið heldur utan um fegurðarsamkeppnirnar Ungfrú Bandaríkin, Ungfrú alheim og Ungfrú Bandaríkin í unglingaflokki.

Kaupandinn er umboðs- og markaðsskrifstofan WME-IMG. Fyrirtækið varð til er er William Morris Entertainment umboðsskrifstofan sameinaðist markaðsfyrirtækinu IMG í desember 2013.

CNN Money greinir frá

Frétt mbl.is: Trump eignast Ungfrú Bandaríkin að fullu

Mik­ill styr hef­ur staðið um feg­urðarsam­keppn­ina eft­ir að Trump lét um­mæli um mexí­kóska inn­flytj­end­ur falla við til­kynn­ingu á forstetafram­boði sínu fyrr á ár­inu. NBC tók í kjöl­farið ákvörðun um að sýna ekki frá keppn­inni. Það gerði sjón­varps­stöðin Uni­visi­on einnig og tók kap­alsjón­varps­stöðin Reelz að lok­um við henni. Þar má hins veg­ar ein­ung­is bú­ast við broti af áhorf­inu sem keppn­in hefði ann­ars fengið hjá NBC.

Trump stefndi Uni­visi­on einnig vegna samn­ings­brota og krafðist 500 millj­óna doll­ara í bæt­ur. Það mál hef­ur ekki verið fellt niður

Donald Trump vill verða næsti forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump vill verða næsti forseti Bandaríkjanna. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK