Laun opinberra starfsmanna hækka meira

Áhrifa kjarasamninga KSÍ, SA og ASÍ gætir í tölunum.
Áhrifa kjarasamninga KSÍ, SA og ASÍ gætir í tölunum. mbl.is/Golli

Laun op­in­berra starfs­manna hækkuðu meira en laun á al­menn­um vinnu­markaði milli ára. Laun op­in­berra starfs­manna hækkuðu að meðaltali um 7,8 pró­sent á öðrum árs­fjórðungi miðað við sama tíma í fyrra en hækk­un­in á al­menn­um vinnu­markaði var 4,8 pró­sent. Laun rík­is­starfs­manna hækkuðu um 5,1 pró­sent og laun starfs­manna sveit­ar­fé­laga um ell­efu pró­sent. 

Hag­stof­an grein­ir frá því að reglu­leg laun hafi að meðaltali verið 1,7 pró­sent hærri á öðrum árs­fjórðungi 2015 en á árs­fjórðung­in­um á und­an.

Áhrifa tvennra kjara­samn­inga Kenn­ara­sam­bands Íslands gæt­ir í töl­un­um auk þess sem áhrifa kjara­samn­inga SA og stærstu aðild­ar­fé­laga ASÍ gæt­ir einnig. Áhrif­in koma þó ekki að fullu fram fyrr en á þriðja árs­fjórðungi.

Frá fyrri árs­fjórðungi var hækk­un reglu­legra launa eft­ir starfs­stétt á bil­inu 0,8 pró­sent til 3,3 pró­sent. Laun þjón­ustu-, sölu- og af­greiðslu­fólks hækkuðu mest en laun iðnaðarmanna minnst milli árs­fjórðunga.

Mik­il hækk­un í sam­göng­um og flutn­ing­um

Árs­hækk­un frá öðrum árs­fjórðungi 2014 var mest hjá þjón­ustu-, sölu- og af­greiðslu­fólki eða um 6,8 pró­sent en minnst hjá iðnaðarmönn­um eða um 2,7 pró­sent. Á sama tíma hækkuðu reglu­leg laun tækna og sér­menntaðs starfs­fólks um 6,3 pró­sent, skrif­stofu­fólks um 5,4 pró­sent, verka­fólks um 4,9 pró­sent, sér­fræðinga um 4,4 pró­sent og stjórn­enda um 3,3 pró­sent.

Frá fyrri árs­fjórðungi mæld­ist hækk­un reglu­legra launa mest í at­vinnu­grein­un­um sam­göng­um og flutn­ing­um ann­ars veg­ar og versl­un og viðgerðarþjón­ustu hins veg­ar. Í þess­um at­vinnu­grein­um hækkuðu reglu­leg laun um 2,7 pró­sent frá fyrri árs­fjórðungi. Á sama tíma­bili hækkuðu laun um 1,7 pró­sent í bygg­ing­ar­starf­semi, 1,3 pró­sent í iðnaði og 0,8 pró­sent í fjár­málaþjón­ustu.

Árs­hækk­un frá öðrum árs­fjórðungi 2014 var mest í sam­göng­um eða um sjö pró­sent en minnst í fjár­málaþjón­ustu eða um 3,7 pró­sent.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka