Fyrirframgreiðir 47 milljarða króna

Landsbankinn og slitastjórn LBI hf. náðu í dag samkomulagi sem meðal annars felur í sér að Landsbankinn fyrirframgreiði á þessu ári skuldabréf í erlendum gjaldmiðlum sem eru á gjalddaga í október 2016 og fyrirframgreiði að hluta skuldabréf sem eru á gjalddaga í október 2018. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landsbankanum.

„Fjárhæð fyrirframgreiðslunnar nemur að jafnvirði um 47 milljarða króna. Samkomulagið um fyrirframgreiðsluna er háð þeim fyrirvara að Landsbankanum takist að fjármagna fyrirframgreiðsluna á kjörum sem Landsbankinn telur ásættanleg. Samkomulagið er gert með hliðsjón af tillögum tiltekinna kröfuhafa LBI sem settar voru fram í tengslum við áætlun um losun fjármagnshafta og kynntar voru á vefsíðu fjármála- og efnahagsráðuneytisins í júní síðastliðnum,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

Þá segir að í því skyni að vinna að umræddri endurfjármögnun og til að breikka og styrkja fjármögnun Landsbankans hafi bankinn ráðið fjárfestingarbankana Citi, Deutsche Bank og J.P. Morgan til þess að skipuleggja fjárfestafundi í Evrópu sem hefjast á mánudaginn. Útgáfa á skuldabréfum í evrum kunni að fylgja í kjölfarið en það fari eftir markaðsaðstæðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK