Hefja flug til Kangerlussuaq

Flugfélag Íslands
Flugfélag Íslands mbl.is/Hjörtur

Flugfélag Íslands mun hefja áætlunarflug til Kangerlussuaq á Grænlandi í júní 2016.  Kangerlussuaq, sem er á vesturströnd Grænlands, verður þá fimmti áfangastaður félagsins en það flýgur einnig til Kulusuk, Nuuk, Narsarsuaq og Ilulissat.

Á næstu mánuðum mun Flugfélag Íslands taka í notkun þrjár Bombardier Q400 flugvélar og verða þær verða notaðar í flugið til Kangerlussuaq.  Flogið verður til og frá Keflavík tvo daga í viku frá júní til loka ágúst og verða tímasetningar þannig að góðar tengingar verða við annað millilandaflug til og frá Keflavík.

„Frá því að við fyrst keyptum Bombardier vélar árið 2006 höfum við markvisst verið að fjölga áfangastöðum og bæta við tíðni ferða til Grænlands. Í Kangerlussuaq er vaxandi ferðaþjónusta og fellur því flug þangað vel að okkar stefnu að taka þátt í uppbyggingu ferðaþjónustu á Grænlandi,“ er haft eftir Árna Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Flugfélags Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK