„Kom vangaveltum á framfæri“

Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka.
Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka. mbl.is/Eggert

Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, sendi Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, og stjórnarráðinu bréf þar sem hann vakti athygli á því að samþykkt um að sniðganga ísraelskar vörur gætu stefnt áformum um fimm stjörnu hótel við Hörpu í uppnám.

Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion, segir að Höskuldur muni ekki veita viðtöl vegna málsins en staðfestir að samskiptin hafi átt sér stað. „Ákveðnum vangaveltum og mögulegum áhrifum málsins var komið á framfæri við Höskuld og hann kom því áfram,“ segir hann.

Fjárfestingin við hótelið nemur um sautján milljörðum króna.

RÚV greindi fyrst frá fyrrnefndum bréfaskiptum en líkt og mbl greindi frá í morgun hefur Rich­ard L. Friedm­an, for­svarsmaður fjár­festa í hótelinu, tekið af allan vafa og sagt áformin standa óbreytt. „Við lát­um öðrum eft­ir póli­tísk úr­lausn­ar­efni, hvort held­ur er á Íslandi eða á alþjóðleg­um vett­vangi,“ segir Friedm­an.

Hagsmunamál fyrir Arion

Þegar greint var frá fjármögnun hótelsins í lok sumars kom fram að Ari­on banki hefði komið að ýms­um hliðum verk­efn­is­ins er snúa að láns­fjár­mögn­un og átt frum­kvæði að aðkomu fjár­festanna, sem eru Cart­penter & Co ásamt Eggerti Dag­bjarts­syni, sem er minni­hluta­eig­andi í Carpenter.

Líkt og fram hefur komið ákvað borgarstjóri á laugardaginn að draga fyrrnefnda tillögu til baka en hún var samþykkt á sl. þriðjudag. Síðan hafa nokkur fyrirtæki, líkt og t.d. Einstök, Icelandic Glacial Water, WOW Air og Icelandair, lýst því að málið hafi þegar haft áhrif á rekstur þeirra. Dagur sagði viðbrögðin hafa verið meiri en hann bjóst við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK