Óbreytt áform um Hörpuhótel

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Richard L. Friedman, forstjóri Carpenter & …
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Richard L. Friedman, forstjóri Carpenter & Company, við líkan af Austurhöfn. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Áform um fjár­mögn­un hót­els­ins við Hörpu eru óbreytt. „Við lát­um öðrum eft­ir póli­tísk úr­lausn­ar­efni, hvort held­ur er á Íslandi eða á alþjóðleg­um vett­vangi. Sjálf­ur hef ég fulla trú á umb­urðarlyndi Íslend­inga og virðingu þeirra fyr­ir öllu fólki,“ seg­ir Rich­ard L. Friedm­an, for­svarsmaður fjár­festa í Ed­iti­on Hotel Proj­ect, í yf­ir­lýs­ingu.

DV greindi frá því í dag að fjár­fest­arn­ir hefðu greint borg­ar­yf­ir­völd­um frá því fram­kvæmd­in væri í upp­námi vegna samþykkt­ar Reykja­vík­ur­borg­ar um sniðgöngu á ísra­elsk­um vör­um.

„Mér hef­ur sjálf­um verið vel tekið á Íslandi. Sömu sögu er að segja af því verk­efni sem ég fer fyr­ir, hvort held­ur er á meðal al­menn­ings eða inn­an borg­ar­stjórn­ar Reykja­vík­ur,“ seg­ir Friedm­an. „Við erum áfram mjög spennt fyr­ir fyr­ir­hugaðri hót­elupp­bygg­ingu og þeim áhrif­um sem hún mun hafa á ís­lenska ferðaþjón­ustu, efna­hag lands­ins og ásýnd borg­ar­inn­ar.“

Líkt og fram hef­ur komið verður hót­elið rekið und­ir merkj­um Mar­ritt Ed­iti­on en heild­ar­fjár­fest­ing­in nem­ur um 130 millj­ón­um doll­ara, eða um 17 millj­örðum ís­lenskra króna.

Banda­ríska Carpenter & Comp­any á bygg­inga­rétt­inn og mun fjár­magna fram­kvæmd­ina ásamt Eggerti Dag­bjarts­syni, sem er minni­hluta­eig­andi í Carpenter. Gerður hef­ur verið samn­ing­ur til fimm­tíu ára við Marriott Ed­iti­on sem mun al­farið sjá um rekst­ur­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK