„Við vitum að þegar stelpur koma inn í tækniteymin koma fram ný sjónarhorn. Því er mikilvægt að við fjölgum þeim í upplýsingatæknigeiranum.“
Þetta segir Ragnheiður H. Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Hugsmiðjunnar og varaformaður stjórnar Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja, SUT, í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.
Sem liður í að vekja athygli kvenna og beina sjónum að því að upplýsingatæknin er skapandi iðnaður í örum vexti mun SUT standa fyrir fundaröð í Gamla bíói í vetur.