Seldi fisk fyrir 409 milljónir

Kristján Berg Ásgeirsson, eigandi Fiskikóngsins.
Kristján Berg Ásgeirsson, eigandi Fiskikóngsins.

Fiskikóngurinn seldi fisk fyrir rúmar 409 milljónir króna á síðasta ári og nam hagnaður fyrirtækisins um 11,6 milljónum króna.

Í ársreikningi félagsins kemur fram að eignir félagsins námu 133,8 milljónum króna í árslok og eigið fé nam 34,6 milljónum króna.

Sölutekjurnar voru einnig háar árið 2013 en þá námu þær 402 milljónum króna. 

Fyrsta verslunin Fiskikóngsins var opnuð árið 1990 og var til húsa að Hringbraut 119 en þá hét verslunin Fiskbúðin Vör. Árið 1994 opnaði Fiskikóngurinn verslun að Höfðabakka 1 í Reykjavík og var hún rekin þar í ellefu ár. Í desember árið 2005 keypti Fiskisaga allan rekstur og fasteignir Fiskikóngsins. Í janúar 2009 opnaði Fiskikóngurinn aftur fiskverslun að Sogavegi 3 og á árinu 2012 hóf fyrirtækið að selja fisk í heildsölu til fyrirtækja og stofnana. Í dag þjónar Fiskikóngurinn um það bil áttatíu fyrirtækjum.

Fjórtán manns starfa hjá fyrirtækinu og launagreiðslur námu rúmum 73 milljónum króna á síðasta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK