16 bensíndælur við Costco

Beiðni Costco um breytingar á lóðinni undir væntanlega verslun keðjunnar í Kauptúni verður tekin fyrir á fundi skipulagsnefndar Garðabæjar á næstunni, en þegar samþykki er í höfn ætti fljótlega að vera hægt að hefja framkvæmdir. Í bréfi Costco til bæjarráðs er greint frá áformum Costco um að koma fyrir sextán eldsneytisdælum við verslunina.

Costco sel­ur Kirk­land Signature™ Gasol­ine á um 400 bens­ín­stöðvum víðsveg­ar um Banda­rík­in og er það yf­ir­lýst stefna Costco að bjóða eldsneyti á lægra verði en það eldsneyti sem keppi­naut­arn­ir selja.

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, hefur áður sagt í samtali við mbl að framkvæmdirnar gætu tekið um eitt ár.

Í bréfi Costco er óskað eftir leyfi til þess að fækka bílastæðum frá því sem gert er ráð fyrir í deiliskipulagi og eiga þau alls að vera 791 talsins.

Gert er ráð fyrir að aðalinngangur verslunarinnar verði í viðbyggingu, sem eftir á að byggja, vestan megin við húsið. Við aðalinngang verður þá einnig dekkjasala og dekkjaverkstæði.

Í bréfinu segir að á versluninni verði torfþak, þar sem því verður við komið.

250 starfsmenn

Líkt og áður hefur komið fram er gert ráð fyrir að í upphafi verði ráðnir 160 starfsmenn en þeim verður líklega fjölgað upp í 250 eftir þrjú ár þegar starfsemin hefur þróast.

Aðeins þeir geta verslað í Costco sem hafa greitt árs­gjald, sem veit­ir þeim rétt­indi til að versla í búðinni. Ekki hefur verið ákveðið hvað ein­stak­lingsaðild að Costco muni kosta hér­lend­is, en í Banda­ríkj­un­um kost­ar slík aðild 55 doll­ara, eða tæp­ar 7.500 krón­ur. Úrvalsaðild, sem ber ýmsa kosti með sér, kost­ar 110 doll­ara, eða tæp­lega 15.000 krón­ur.

Gert er ráð fyrir 16 bensíndælum við Costco.
Gert er ráð fyrir 16 bensíndælum við Costco.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK