Yfir 100 milljarða króna verðmætasköpun á ári er hægt að rekja til þorsksins hér á landi. Efnahagsleg áhrif hans eru því mikil og geta vaxið umtalsvert ef rétt er á málum haldið.
Þetta kemur fram í greiningu Sjávarklasans sem gerð er í tilefni þess að dagur þorsksins er haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn í Húsi sjávarklasans í dag.
Markmið dagsins er að kynna íslensk fyrirtæki sem hafa þróað tækni og vörur sem tengjast þorskinum. Dagurinn er einnig haldinn í Portland, Maine í Bandaríkjunum og í Nuuk á Grænlandi.
Hér má lesa frekar um dagskrá dagsins hér á landi á nýjum viðburðavef mbl.is