Hröð eignasala hjá Íbúðalánasjóði

Íbúðalánasjóður í Borgartúni.
Íbúðalánasjóður í Borgartúni. mbl.is/Árni Sæberg

Íbúðalánasjóður hefur selt 772 eignir það sem af er ári en þar af voru 472 sölur á einstökum eignum. Sala á 114 íbúðum til viðbótar er langt komin. Sem dæmi um hraðann í sölu eigna þá voru 18 kauptilboð samþykkt í fasteignir í eigu Íbúðalánasjóðs bara í gær.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍLS þar sem jafnframt segir að Íbúðalánasjóður hafi sett sér það markmið að koma sem mest af fasteignum sjóðsins úr sinni eigu á þessu og næsta ári. „Mun hraðar gengur að losa um fasteignir Íbúðalánasjóðs nú en áður.“

„Ólíkt því sem stundum hefur verið haldið fram þá eru langflestar sölurnar á stökum íbúðum og húsum í gegnum fasteignasölur,“ segir í tilkynningu. Um sé að ræða 472 slíkar stakar sölur til nýrra eigenda á þessu ári. Þá hafa 300 eignir hafa seldar fleiri saman í pakka það sem af er ári, yfirleitt til leigufélaga, en bent er á að mikil eftirspurn sé nú á markaðnum eftir leiguíbúðum.

Mun færri eignir í lok næsta árs

„Vel gengur að losa um eignir sjóðsins í sveitarfélögum á Reykjanesi og virðist fasteignamarkaðurinn þar hafa tekið við sér eftir nokkur afar erfið ár. Sjóðurinn hefur fengið gagnrýni fyrir að selja ekki nógu hratt þær fasteignir sem hann hefur eignast en aukin eftirspurn og markvissar aðgerðir til að losa um eignir sjóðsins hafa breytt þeirri mynd allnokkuð.“

Ef fram heldur sem horfir er reiknað með að mun færri fasteignir verði eftir í eigu sjóðsins í lok næsta árs. Ríflega 1.400 eignir eru nú í eignasafni sjóðsins en þær voru 2.600 þegar mest var. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK