Sæmundur í sparifötum tapar 49,5 milljónum

Félagið Sæmundur í sparifötunum, sem m.a. rekur samnefndan veitingastað á Kex Hostel, er stór hluthafi í Kaffihúsi Vesturbæjar, rekur veitingastaðinn Dill og á nafnlausa pítsastaðinn á Hverfisgötu ásamt barnum Mikkeller&friends, tapaði 49,5 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 7,8 milljóna króna hagnað árið 2013.

Kex Hostel ehf., er móðurfélag Sæmundar og fer með 75% hlut. Gunnar Karl Gíslason, matreiðslumaður, á 20% hlut og Ólafur Ágústsson, fer með 5% hlut.

Í stjórn Kex Hostel ehf. sitja þeir Kristinn Vilbergsson, Dagur Sigurðsson og Pétur Hafliði Marteinsson.

Í nýbirtum ársreikningi Sæmundar kemur fram að þrjátíu milljóna króna tap megi rekja til hlutdeildar félagsins í tapi dótturfélagsins, Hverfisgötu 12 ehf., sem heldur utan um rekstur pítsastaðar á sama heimilisfangi, en hann var opnaður í fyrravor.

Hvorki Kex Hostel ehf. né Hverfisgata 12 ehf. hafa skilað ársreikningi fyrir árið 2014.

Í ársreikningi Sæmundar í sparifötunum kemur fram að bókfært eigið fé félagsins hafi verið neikvætt í árslok um 45 milljónir króna samanborið við 4,4 milljóna króna jákvætt eigið fé árið 2013.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK