Ísland upp um eitt sæti

Ísland er töluvert á eftir hinum Norðurlöndunum þegar kemur að …
Ísland er töluvert á eftir hinum Norðurlöndunum þegar kemur að samkeppnishæfni. Sigurður Bogi Sævarsson

Ísland er í 29. sæti á listanum yfir samkeppnishæfni þjóða samkvæmt nýútkominni skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum), The Global Competitiveness Report 2015-2016. Íslands færist upp um eitt sæti frá árinu á undan.

Alls tóku 140 þjóðríki þátt í rannsókn ráðsins að þessu sinni. Vísitala Alþjóðaefnahagsráðsins er virtur mælikvarði á efnahagslíf þjóða víða um heim, segir í fréttatilkynningu frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem annast framkvæmd könnunarinnar hér á landi.

„Vísitalan er víðtæk og endurspeglar þá þætti sem segja til um framleiðni þjóða og vaxtarmöguleika þeirra. Rannsóknin byggir á opinberum upplýsingum og könnun sem gerð er meðal stjórnenda í atvinnulífinu,“ segir í tilkynningu.

Sviss er í efsta sæti listans, Singapúr í öðru sæti, Bandaríkin því þriðja og Þýskaland er í fjórða sæti. Holland er í fimmta sæti listans, Japan í sjötta, Hong Kong sjöunda og Finnland og Svíþjóð í áttunda og níunda sæti. 

Noregur og Danmörk skipa síðan ellefta og tólfta sæti listans en hann er hægt að skoða hér.

Ísland hefur í fimm ár í röð horft fram á litlar breytingar á stöðu sinni á listanum um samkeppnishæfni þjóða en í september árið 2008 vermdi Ísland 20. sæti og það 26. árið 2009. 

Gjaldeyrishöftin hafa áhrif

Í umsögn Alþjóðaefnahagsráðsins segir að ýmis batamerki megi sjá í niðurstöðunum varðandi samkeppnishæfni Íslands en eins og undanfarin ár eru veikleikarnir enn sem fyrr gjaldeyrishöft, aðgangur að fjármagni, verðbólga, smæð heimamarkaðar og ýmis innviðamál er tengjast efnahagsmálum. Landið er skilgreint sem nýsköpunardrifið hagkerfi og nýtur góðs að nokkrum sterkum samkeppnisþáttum eins og mennta- og heilbrigðismálum, tæknilæsi og skilvirkni á vinnumarkaði.

Alþjóðaefnahagsráðið bendir á viðsnúning nokkurra Evrópuríkja í kjölfar efnahagsumbóta síðustu ára. Spánn fer upp um tvö sæti er í 33. sæti og Ítalía upp um sex sæti og er í 43. sæti. Frakkland færist upp um eitt sæti og er í 22. sæti. Stöðnun og sums staðar hnignun virðist vera meðal svo nefndra  nýmarkaðsríkja (BRIC). Kína heldur sinni stöðu meðal þessara ríkja og er í 28. sæti, einu sæti ofar en Ísland.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka