Rekstur Vinstri grænna umturnast

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. Styrmir Kári

Segja má að rekstur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboð hafi umturnast á  síðasta ári. Hagnaður flokksins árið 2014 nam 18,4 milljónum króna samanborið við 42,7 milljóna króna tap árið áður.

Stjórn hreyfingarinnar ákvað í byrjun síðasta árs að selja fasteignirnar að Suðurgötu 3 og Hamraborg 1-3 til að rétta af fjárhagsstöðuna. Suðurgatan seldist strax um vorið en Hamraborgin seldist síðasta haust.

Söluhagnaður af sölu eignanna nam 15,2 milljónum króna.

Nú hefur flokkurinn tekið á leigu skrifstofuhúsnæði á jarðhæð á Hallveigarstöðum, á gatnamótum Túngötu og Garðastrætis. Leigusamningurinn er til þriggja ára og telur Daníel Arnarson, starfsmaður VG, að hægt verði að flytja í nýju höfuðstöðvannar undir lok vikunnar.

Niðurskurður borið árangur

Kosningaósigur VG vorið 2013 hafði slæm áhrif á fjárhag flokksins þar sem framlög ríkisins drógust snarlega saman. Árið 2013 námu greiðslurnar 64,6 milljónum króna en árið 2014 fóru þær niður í 29,1 milljón króna. Á þessu ári fær flokkurinn 32,9 milljónir króna úr ríkissjóði.

Daníel segir það hafa verið ljóst um áramótin 2013-2014 að eitthvað þyrfti að gera en líkt og áður segir virðast aðhaldsaðgerðirnar hafa borið árangur þar sem reksturinn snerist til betri vegar á síðasta ári.

Hann segir allt hafa verið gert til þess að skera niður. Stöðugildum á skrifstofu flokksins var fækkað úr tveimur niður í eitt og húsnæðinu var komið í sölu. „Við ákváðum að gera þetta strax, í stað þess að ýta einhverri skuld á undan okkar. Þetta hefur verið erfitt ár en núna stefnir allt í rétta átt og það verður gaman að taka við nýju skrifstofunni á Hallveigarstöðum.“

Minni framlög frá fyrirtækjum

Í nýbirtum ársreikningi flokksins má sjá að framlög frá fyrirtækjum hafa nærri helmingast milli ára en þau námu 1,3 milljónum króna árið 2014 samanborið við tæpar 2,3 milljónir árið áður. Daníel segist ekki vera með nákvæmar skýringar á þessu en telur líklegt að það hafi áhrif að alþingiskosningar voru árið 2013 og að fyrirtæki hafi þá frekar styrkt flokkinn.

Framlög frá einstaklingum hafa hins vegar nærri staðið í stað milli ára, en þau námu 10,6 milljónum króna árið 2014 samanborið við 10,8 milljónir króna árið áður.

Hér verða nýjar höfuðstöðvar VG.
Hér verða nýjar höfuðstöðvar VG. Mynd af Facebook síðu Hallveigarstaða
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK