Rekstur Vinstri grænna umturnast

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. Styrmir Kári

Segja má að rekst­ur Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boð hafi um­turn­ast á  síðasta ári. Hagnaður flokks­ins árið 2014 nam 18,4 millj­ón­um króna sam­an­borið við 42,7 millj­óna króna tap árið áður.

Stjórn hreyf­ing­ar­inn­ar ákvað í byrj­un síðasta árs að selja fast­eign­irn­ar að Suður­götu 3 og Hamra­borg 1-3 til að rétta af fjár­hags­stöðuna. Suður­gat­an seld­ist strax um vorið en Hamra­borg­in seld­ist síðasta haust.

Sölu­hagnaður af sölu eign­anna nam 15,2 millj­ón­um króna.

Nú hef­ur flokk­ur­inn tekið á leigu skrif­stofu­hús­næði á jarðhæð á Hall­veig­ar­stöðum, á gatna­mót­um Túngötu og Garðastræt­is. Leigu­samn­ing­ur­inn er til þriggja ára og tel­ur Daní­el Arn­ar­son, starfsmaður VG, að hægt verði að flytja í nýju höfuðstöðvann­ar und­ir lok vik­unn­ar.

Niður­skurður borið ár­ang­ur

Kosn­inga­ó­sig­ur VG vorið 2013 hafði slæm áhrif á fjár­hag flokks­ins þar sem fram­lög rík­is­ins dróg­ust snar­lega sam­an. Árið 2013 námu greiðslurn­ar 64,6 millj­ón­um króna en árið 2014 fóru þær niður í 29,1 millj­ón króna. Á þessu ári fær flokk­ur­inn 32,9 millj­ón­ir króna úr rík­is­sjóði.

Daní­el seg­ir það hafa verið ljóst um ára­mót­in 2013-2014 að eitt­hvað þyrfti að gera en líkt og áður seg­ir virðast aðhaldsaðgerðirn­ar hafa borið ár­ang­ur þar sem rekst­ur­inn sner­ist til betri veg­ar á síðasta ári.

Hann seg­ir allt hafa verið gert til þess að skera niður. Stöðugild­um á skrif­stofu flokks­ins var fækkað úr tveim­ur niður í eitt og hús­næðinu var komið í sölu. „Við ákváðum að gera þetta strax, í stað þess að ýta ein­hverri skuld á und­an okk­ar. Þetta hef­ur verið erfitt ár en núna stefn­ir allt í rétta átt og það verður gam­an að taka við nýju skrif­stof­unni á Hall­veig­ar­stöðum.“

Minni fram­lög frá fyr­ir­tækj­um

Í nýbirt­um árs­reikn­ingi flokks­ins má sjá að fram­lög frá fyr­ir­tækj­um hafa nærri helm­ing­ast milli ára en þau námu 1,3 millj­ón­um króna árið 2014 sam­an­borið við tæp­ar 2,3 millj­ón­ir árið áður. Daní­el seg­ist ekki vera með ná­kvæm­ar skýr­ing­ar á þessu en tel­ur lík­legt að það hafi áhrif að alþing­is­kosn­ing­ar voru árið 2013 og að fyr­ir­tæki hafi þá frek­ar styrkt flokk­inn.

Fram­lög frá ein­stak­ling­um hafa hins veg­ar nærri staðið í stað milli ára, en þau námu 10,6 millj­ón­um króna árið 2014 sam­an­borið við 10,8 millj­ón­ir króna árið áður.

Hér verða nýjar höfuðstöðvar VG.
Hér verða nýj­ar höfuðstöðvar VG. Mynd af Face­book síðu Hall­veig­arstaða
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK