Erfitt fyrir bankana að svara

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Bank­arn­ir eiga ef­laust erfitt með að keppa við þessi kjör en það á eft­ir að koma í ljós hvernig þeir bregðast við.“

Þetta seg­ir Magnús Árni Skúla­son hag­fræðing­ur í Morg­un­blaðinu í dag í  ljósi þeirr­ar ákvörðunar Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna að hækka há­marks veðsetn­ing­ar­hlut­fall sjóðfé­lagalána í 75% sam­hliða lækk­un vaxta.

Sjóður­inn býður nú upp á 3,2% breyti­lega verðtryggða vexti, 3,6% fasta verðtryggða vexti og 6,97% óverðtryggða vexti sem fest­ir eru til þriggja ára. Sam­hliða þess­um breyt­ing­um hef­ur sjóður­inn ákveðið að lækka lán­töku­gjald um 25%. Hingað til hef­ur það verið 1% eins og hjá öðrum lána­stofn­un­um en fer við breyt­ing­una niður í 0,75%.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK