70-90 milljarðar í fyrsta hluta

Keflavíkurflugvöllur eftir framkvæmdir í samræmi við Masterplanið.
Keflavíkurflugvöllur eftir framkvæmdir í samræmi við Masterplanið. Mynd/Isavia

Áætlaður heild­ar­kostnaður við fyrsta áfanga í svo­kölluðu Masterplani Kefla­vík­ur­flug­vall­ar er 70 til 90 millj­arðar króna og gætu áfang­arn­ir orðið um tveir til þrír í heild­ina. Gert er ráð fyr­ir að fram­kvæmd­irn­ar verði fjár­magnaðar af tekj­um flug­vall­ar­ins og án aðkomu rík­is­ins. 

Fram­kvæmd­ir eiga að hefjast á næsta ári og að sögn Guðna Sig­urðsson­ar, upp­lýs­inga­full­trúa Isa­via, má segja að fyrsti áfangi verði um sjö­tíu þúsund fer­metr­ar að stærð og að lík­ind­um munu um eitt þúsund manns starfa við upp­bygg­ing­una í fimm ár.

Þró­un­ar­áætl­un Kefla­vík­ur­flug­vall­ar, eða Masterplanið, til árs­ins 2040 var kynnt í dag en það tek­ur á öllu skipu­lags­svæði flug­vall­ar­ins og nærum­hverf­is. Í plan­inu er m.a. gert ráð fyr­ir tvö­föld­un flug­stöðvar­inn­ar, nýrri norður-suður flug­braut og fleiri flug­stæðum.

Planið var fyrst kynnt í vor en síðan hef­ur Isa­via átt um fimm­tíu fundi með allt að 400 hags­munaaðilum. Í ræðu Björns Óla Hauks­son­ar, for­stjóra Isa­via, í dag kom fram að ýms­ar breyt­ing­ar hefðu verið gerðar á til­lög­unni og var tekið var til­lit til ábend­inga hags­munaaðila. Hann seg­ir land­notk­un­ar­áætl­un Masterplans­ins hafa tekið breyt­ing­um sem og skipu­lag fraktsvæðis, Háa­leit­is­hlaðs og hönn­un flug­stöðvar­inn­ar sjálfr­ar.

Í planinu er m.a. gert ráð fyrir tvöföldun flugstöðvarinnar, nýrri …
Í plan­inu er m.a. gert ráð fyr­ir tvö­föld­un flug­stöðvar­inn­ar, nýrri norður-suður flug­braut og fleiri flug­stæðum. Mynd/​Isa­via

Fyrsti áfang­inn sá stærsti

Hægt á að vera að taka á móti allt að 14 millj­ón­um farþega á hverju ári þegar fram­kvæmd­um verður lokið, sé miðað við sömu dreif­ingu álags og er nú. Dreif­ist álag með jafn­ari hætti yfir sóla­hring­inn en nú er get­ur flug­völl­ur­inn tekið á móti allt að 25 millj­ón­um farþega.

Sam­kvæmt áætl­un­um gætu farþeg­arn­ir verið 14 millj­ón­ir árið 2040, en verði það fyrr á flug­völl­ur­inn engu að síður vera í stakk bú­inn til að taka á móti um­rædd­um fjölda þar sem stækk­un­in verður fram­kvæmd í nokkr­um áföng­um og mun stærð þeirra ráðast af því hversu mik­il og hröð farþega­fjölg­un­in verður.

Ljóst er þó talið að fyrsti áfang­inn verði stór vegna mik­ill­ar upp­safnaðar þarfar til af­kasta­aukn­ing­ar en líkt og áður seg­ir er áætlaður heild­ar­kostnaður við áfang­ann um 70 til 90 millj­arðar króna. Að sögn Guðna Sig­urðsson­ar er þetta meiri­hluti heild­ar­kostnaðar­ins og aðspurður seg­ir hann að áfang­arn­ir gætu orðið um tveir til þrír tals­ins. Von er á ná­kvæm­ari kostnaðargrein­ingu með ár­inu þar sem enn er eft­ir að klára hönn­un­ar­vinnu og fá til­boð í verkið.

„Okk­ur Íslend­ing­um hef­ur stund­um verið legið á hálsi fyr­ir að hugsa ekki nægi­lega fram í tím­ann. Við séum skorpuþjóð og séum van­ari því að stökkva til og bregðast við aðstæðum en að setj­ast yfir áætlan­ir fram í tím­ann. „Þetta redd­ast,“ er setn­ing sem sum­um þykir lýs­andi fyr­ir okk­ur,“ sagði Björn Óli við kynn­ingu á plan­inu í dag og bætti við að sú staða mætti ekki skap­ast að Kefla­vík­ur­flug­völl­ur verði flösku­háls í þeirri upp­bygg­ingu ferðamannaiðnaðar­ins sem komi til með að skila miklu til þjóðarbús­ins á kom­andi árum.

Ráðist var fyrst í breytingar á verslunarsvæði til þess að …
Ráðist var fyrst í breyt­ing­ar á versl­un­ar­svæði til þess að tryggja tekju­streymi að sögn upp­lýs­inga­full­trúa. mbl.is/​Sig­ur­geir Sig­urðsson

„Vel í stakk búin fyr­ir fjár­fest­ing­ar“

Líkt og áður seg­ir er gert er ráð fyr­ir að fram­kvæmd­irn­ar verði fjár­magnaðar af tekj­um flug­vall­ar­ins og án aðkomu rík­is­ins. Guðni Sig­urðsson seg­ir að ákveðið hafi verið að tryggja tekju­mynd­un, m.a. með því að fara í breyt­ing­ar á versl­un­ar­svæði flug­vall­ar­ins, til þess að auka tekju­streymi áður en farið var í þess­ar stór­fram­kvæmd­ir. Um helm­ing­ur tekna Isa­via staf­ar frá versl­un­ar­svæðinu á móti þeim helm­ingi er staf­ar frá notk­un­ar­gjöld­um flug­fé­laga.

Þá bend­ir hann á að Isa­via hafi verið að safna upp eig­in fé und­an­far­in ár en í árs­reikn­ing­um fé­lags­ins má sjá að það hef­ur vaxið úr 10,9 millj­örðum króna árið 2011 í 17 millj­arða á síðasta ári. „Líkt og mörg önn­ur fyr­ir­tæki kom­um við illa út úr banka­hruni með mikl­ar er­lend­ar skuld­ir en við höf­um nýtt tæki­færið til þess að safna upp góðri eig­in­fjár­stöðu og erum vel í stakk búin til þess að fara af stað með þess­ar fram­kvæmd­ir,“ seg­ir Guðni.

Hann seg­ir það vera rík­is­ins að skoða aðrar leiðir ef áhugi sé fyr­ir því og bæt­ir við að ein­hver áhætta fyr­ir eig­anda fyr­ir­tæk­is sé alltaf fólg­in í svo mikl­um fjár­fest­ing­um, þrátt fyr­ir að það þyki nokkuð ör­uggt að um­ferð komi til með að aukast á næstu árum. „Það er alltaf eig­and­ans að ákveða hvort hann vilji að fyr­ir­tækið fari úti svo mikl­ar fjár­fest­ing­ar eða hvort hann vilji frem­ur að aðrir aðilar taki þá áhættu,“ seg­ir hann en hér er það fjár­málaráðuneytið sem er full­trúi eig­and­ans, sem er ís­lenska þjóðin.

Hægt á að vera að taka á móti allt að …
Hægt á að vera að taka á móti allt að 14 millj­ón­um farþega á hverju ári þegar fram­kvæmd­um verður lokið, sé miðað við sömu dreif­ingu og nú. mbl.is/Þ​órður Arn­ar Þórðar­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK