Kvika selur stóran hlut í Íslenskum verðbréfum

Höfuðstöðvar Íslenskra verðbréfa við Strandgötu 3 á Akureyri.
Höfuðstöðvar Íslenskra verðbréfa við Strandgötu 3 á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Stjórnendur Kviku hafa ákveðið að selja hlut félagsins í Íslenskum verðbréfum til breiðs hóps fjárfesta. Gert er ráð fyrir að formlega verði tilkynnt um viðskiptin á næstu dögum.

Kviku barst nýverið tilboð í 66,35% hlut bankans í Íslenskum verðbréfum. Eftir að hafa farið vandlega yfir tilboðið var ákveðið að semja við tilboðsaðila um sölu á öllum eignarhlut bankans í félaginu að því er segir í tilkynningu.

Líkt og fram hefur komið fékk sameinaði bankinn MP Straum­ur nafnið Kvika frá og með gærdeginum.

Í tilkynningu segir að engin samþætting hafi átt sér stað á milli Kviku og Íslenskra verðbréfa, þrátt fyrir góð samskipti við stjórn félagsins, stjórnendur og aðra eigendur. Því kalli sala á fyrirtækinu ekki á breytingar á starfsemi Kviku.

„Salan á Íslenskum verðbréfum fer vel saman við hagsmuni Kviku og þá áherslu sem við höfum lagt á áframhaldandi vöxt eignastýringar bankans,“ er haft eftir Sigurði Atla Jónssyni, forstjóra Kviku, í tilkynningu.

„Stjórnendur bankans höfðu engin áform uppi um að selja hlut hans í Íslenskum verðbréfum fyrr en tilboð barst í hlutinn, en eftir mikla yfirlegu var ákveðið að taka því tilboði. Við vitum að hjá Íslenskum verðbréfum starfar öflugur hópur starfsmanna sem eftirsjá er að og við óskum alls hins besta í framtíðinni.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK