Alls voru 22 prósent þeirra sem keyptu sér íbúðarhúsnæði á þriðja ársfjórðungi að kaupa sér fasteign í fyrsta skipti. Í nýjum tölum Þjóðskrár Íslands kemur fram að 3.012 kaupsamningum hafi verið þinglýst á tímabilinu en af þeim voru 671 að kaupa í fyrsta skipti.
Þjóðskrá Íslands hefur ekki áður birt þessar tölur sem fengnar voru með því að taka saman upplýsingar um fjölda þinglýstra kaupsamninga þar sem kaupendur hafa fengið afslátt af stimpilgjöldum vegna fyrstu kaupa.
Hlutfallslega voru að kaupa sína fyrstu eign á Suðurnesjum og Vestjörðum en á báðum svæðunum var hlutfallið þrjátíu prósent. Þá var það 29 prósent á Norðurlandi Vestra. Höfuðborgarsvæðið er í meðaltalinu með 22 prósent hlutfall af fyrstu kaupendum.
Í vinnslunni eru taldir þinglýstir kaupsamningar og afsöl um íbúðarhúsnæði án undangengins kaupsamnings og eignayfirlýsingar. Ekki eru taldar með eignatilfærslur byggðar á erfðum eða öðru slíku.
Heimild til lægri stimpilgjalda vegna fyrstu kaupa hefur verið til staðar frá 1. júlí 2008.