Swift þénar 125 milljónir á dag

Taylor Swift
Taylor Swift AFP

Söngkonan Taylor Swift hefur þénað eina milljón dollara á dag, á hverjum degi þessa árs. Það jafngildir 125 milljónum íslenskra króna og þar með 5,2 milljóna króna tímakaupi eða 87 þúsund krónum á hverri einustu mínútu sólarhringsins.

The Express greinir frá því að Swift hafi þénað 317,8 milljónir dollara á þessu ári vegna plötusölu og nokkurra auglýsingasamninga. Swift á einnig þrjú fyrirtæki er sjá um plötusölu, umboðsstörf og tónleikaraðir og knýja þau tekjuvöxtinn enn frekar.

Hún er þar með orðin tekjuhæsti tónlistarmaður heims. Til samanburðar má benda á að þrír launahæstu hip-hop tónlistarmenn heims, þeir Diddy, Jay Z og Drake, þénuðu samanlagt 155,5 milljónir dollara á síðasta ári. Það er helmingi minna, ef tekjustreymi Swift verður áfram með sama móti út árið.

Swift er 25 ára gömul og í sambandi með plötusnúðnum Calvin Harris. Saman eru þau launahæsta par tónlistarheimsins samkvæmt Forbes.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK