Fleiri á móti evru en með

27,2% íslendinga segjast mjög andvígir upptöku evru
27,2% íslendinga segjast mjög andvígir upptöku evru AFP

Um 54% Íslendinga er andvígur upptöku evru samkvæmt könnun Gallup þegar aðeins er horft til andvígra og hlynntra.

Samkvæmt nýrri könnun, sem Gallup gerði fyrir Viðskiptablaðið, eru fleiri andvígir upptöku evru en hlynntir.

27,2% íslendinga segjast mjög andvígir upptöku evru á með­an 17,4% segjast frekar andvígir. 17,5% segjast hins vegar hvorki andvígir né hlynntir upptöku gjaldmiðilsins. Þá segjast 21,2% vera frekar hlynntir upptöku evru en 16,6% mjög hlynntir.

Þetta þýð­ir að af þeim sem taka afstöðu til þess hvort þeir séu hlynntir eða mótfallnir evrunni eru 54,1% Íslendinga mótfallnir henni en 45,9% hlynntir.

<a href="http://vb.is/frettir/fleiri-andvigir-upptoku-evru/121854/" target="_blank">Sjá nánar á vef Viðskiptablaðsins</a>

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK