Helicopter of almennt orð

Bæði fyrirtækin reka þyrluþjónustu.
Bæði fyrirtækin reka þyrluþjónustu. mbl.is/Árni Sæberg

Að mati áfrýjunarnefndar neytendamála eru orðin Helicopter, Service og Iceland öll of almenn til þess að Norðurflug geti átt einkarétt á þeim. Þá var orðasambandið „Helicopter Service of Iceland“ talið svo lýsandi fyrir þjónustuna, sem bæði Þyrluþjónustan og Norðurflug veita, að Norðurflug gæti ekki heldur átt einkarétt á því.

Þetta kemur fram í úrskurði áfrýjunarnefndarinnar sem staðfesti fyrri ákvörðun Neytendastofu. Norðurflug kvartaði upphaflega vegna notkunar Þyrluþjónustunnar ehf. á lénunum helicopters.is, helicoptericeland.is og vörumerkinu HELO HELICOPTER SERVICE OF ICELAND.

Norðurflug taldi fyrrnefnt vörumerki keimlíkt sínu eigin, sem er HELICOPTERSERVICEICELAND“.

Árið 2012 var Þyrluþjónustan hf. tekin til gjaldþrotaskipta og seldi skiptastjóri ýmsar eignir út úr félaginu, m.a. vörumerkið „HELICOPTER SERVICE ICELAND“ og lénið „helicopter.is“, sem hvoru tveggja eru nú skráð á nafn Norðurflugs.

Síðar var Þyrluþjónustan ehf. stofnuð og tók upp áðurnefnd lén og vörumerki.

Úrskurðanefndin sagði vörumerkið einfaldlega lýsa þyrluflugi á Íslandi og að það væri lýsandi fyrir þjónustu beggja aðila. Því gæti Norðurflug ekki átt einkarétt á því.

Þá var orðið þyrla, hvort sem það er í eintölu- eða fleirtölumynd, talið svo almennt að það skorti sérkenni til þess að hægt væri að veita Norðurflugi einkarétt á því.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK