Seldu Hótel Ísland með 500 milljóna hagnaði eftir 8 vikur

Hótel Ísland var í þessu húsi við Ármúla.
Hótel Ísland var í þessu húsi við Ármúla. mbl.is/Golli

Ekki liðu átta vikur frá því að Arion banki eignaðist Hótel Ísland í skuldaskilum undir lok árs 2013, uns bankinn hafði selt hótelið nýjum eigendum með rúmlega hálfs milljarðs hagnaði.

Viðskiptin vöktu furðu forsvarsmanna Hótels Sögu, sem látið höfðu eignina af hendi í fyrrnefndum skuldaskilum, og í kjölfar alvarlegra athugasemda af þeirra hálfu var fyrri samningur tekinn upp.

„Meðan ég var enn formaður Bændasamtakanna náðu forsvarsmenn Hótels Sögu og Arion banka ekki saman um sölu á félaginu sem átti Hótel Ísland þar sem verðhugmyndir bankans voru of lágar,“ segir Haraldur Benediktsson, alþingismaður og fyrrverandi formaður Bændasamtakanna.

„Hótel Saga lenti eins og mörg önnur fyrirtæki í vandræðum með skuldir sínar í hruninu og við leituðum í samstarfi við bankann að lausn á þeim vanda. Bankinn vildi fá eignina á verði sem var alltof lágt. Þegar ég hvarf til annarra starfa var hótelið selt á svipuðu verði en örfáum dögum síðar var það selt þriðja aðila á verði sem var meira en hálfum milljarði hærra,“ bætir Haraldur við.

 Uppgjör við lánardrottin

Í fyrrnefndu skuldauppgjöri sem félag í eigu Bændasamtakanna gerði við Arion banka til að komast hjá gjaldþroti var félag sem átti fasteignina við Ármúla 9 afhent bankanum í október 2013 og var það metið í þeim viðskiptum á tæpan milljarð króna.

Upplýsingafulltrúi Arion banka hefur staðfest í samtali við Morgunblaðið að þegar það spurðist út að bankinn hefði selt sömu eign í desember sama ár, eða innan við átta vikum frá því að samkomulagið var undirritað, með hálfs milljarðs hagnaði, hefðu forsvarsmenn Hótels Sögu sett sig í samband við bankann og beitt sér fyrir því að fyrra samkomulag yrði tekið upp. Niðurstaðan varð sú að Arion banki bætti seljanda að nokkru upp mismuninn á söluandvirði fyrri viðskiptanna og þeirra sem áttu sér stað tæpum tveimur mánuðum síðar.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK