Quality Street skortur yfirvofandi

Molarnir eru vinsælir fyrir jólin.
Molarnir eru vinsælir fyrir jólin.

Vand­ræði í verk­smiðju Nestlé valda því að ekki verður hægt að mæta eft­ir­spurn eft­ir Quality Street kon­fekti fyr­ir jól­in. Fram­kvæmda­stjóri Frí­hafn­ar­inn­ar seg­ir ljóst að kon­fektið þar verði upp­selt fyr­ir jól en Ölgerðin seg­ist eiga nóg til.

Þor­gerður Þrá­ins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Frí­hafn­ar­inn­ar, var ný­kom­in frá Frakklandi þar sem hún m.a. átti fund með for­svars­mönn­um Nestlé um málið, þegar mbl náði af henni tali. Hún seg­ir kon­fektið vera fram­leitt í gam­alli og af­kasta­lít­illi vél sem ein­fald­lega virk­ar ekki sem skyldi um þess­ar mund­ir. 

Hún bend­ir á að Nestlé séu nán­ast þeir einu sem ennþá fram­leiða kara­mell­ur í umbúðum með snún­ingi á end­an­um og snýr vanda­málið að þeirri vél. 

Útbreitt vanda­mál

Þessi vél fram­leiðir allt Quality Street kon­fekt og er því ljóst að vanda­málið er út­breitt og skort­ur yf­ir­vof­andi víða. „Þeir sjá fram á að geta ekki annað eft­ir­spurn og því verður minna um Quality Street í sölu fyr­ir jól­in,“ seg­ir Þor­gerður. 

Frí­höfn­in hef­ur alltaf keypt kon­fektið beint frá Nestlé og Þor­gerður bæt­ir við að fleiri mol­ar gætu verið til í ein­hverj­um vöru­hús­um í Evr­ópu. Hún seg­ir Frí­höfn­ina hafa átt kost á því að fá meira magn ann­ars staðar frá en hins veg­ar hafi fyrn­ing­ar­frest­ir á kon­fekt­inu ekki verið nógu góðir og var því ákveðið að sleppa því.

Þor­gerður seg­ir að Frí­höfn­in fái eins mikið og Nestlé get­ur af­hent en tel­ur ljóst að það muni ekki duga til.

Aðspurð um tjónið seg­ir hún ekki sé búið að meta það til fulls en ger­ir ráð fyr­ir að stærsti hluti söl­unn­ar fær­ist yfir á aðrar vör­ur. 

Ölgerðin pant­ar ár fram í tím­ann

Ölgerðin sér um sölu á Quality Street inn­an­lands og sam­kvæmt upp­lýs­ing­um þaðan tryggði fyr­ir­tækið sér nóg af kon­fekti fyr­ir ári síðan. Vanda­málið ætti því ekki að hafa áhrif á inn­an­lands­markaðinn fyr­ir utan Frí­höfn­ina.

Nestlé eignaðist Quality Street er fyr­ir­tækið keypti Rowntree árið 1988. Quality Street hef­ur löng­um verið með sölu­hæsta súkkulaði á Bret­lands­eyj­um og voru mest seldu „twist-wrap” sæl­gæt­is­mol­arn­ir frá 2005 til og með 2007.

Ekki verður til nóg í Fríhöfninni.
Ekki verður til nóg í Frí­höfn­inni. mbl.is/​Sig­ur­geir Sig­urðsson
Nestlé á í vandræðum með karamelluvélina sína.
Nestlé á í vand­ræðum með kara­mellu­vél­ina sína.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

  • Engin mynd til af bloggara Wil­helm Em­ils­son: Nei!
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK