Þurfa ekki kranann til að byggja

Framkvæmdir á Valssvæðinu að Hlíðarenda. Neyðarflugbrautin er ofarlega til hægri.
Framkvæmdir á Valssvæðinu að Hlíðarenda. Neyðarflugbrautin er ofarlega til hægri. mbl.is/Árni Sæberg

Fyrsta skóflustungan að íbúðarhúsnæði á Hlíðarenda verður tekin klukkan níu í fyrramálið. ÞG verktakar hafa sent Samgöngustofu beiðni um að fá að reisa byggingarkrana við neyðarbrautina svokölluðu en loka þarf flugbrautinni ef kraninn rís í flugstefnu hennar að sögn Isavia.

Þorvaldur Gissurarson, eigandi ÞG Verktaka, segist ekki hafa fengið svar frá Samgöngustofu en bætir við að byggingarkraninn sé ekki nauðsynlegur fyrir framkvæmdirnar. Vel sé hægt að byggja húsin án hans og er leyfið í raun aðeins formsatriði.

Hann segir þetta einungis vera hefðbundið ferli og hefðbundna fyrirspurn þegar byggt er í nálægð við flugvelli.

Að sögn Þorvaldar gætu framkvæmdir á svæðinu tekið um tvö ár.

Í Morgunblaðinu í dag var haft eftir Guðna Sigurðssyni, upplýsingafulltrúa Isavia, að það væri ljóst að flugi þyrfti að beina á aðrar brautir ef byggingakranar risu í flugstefnu neyðarbrautarinnar.

Mikil byggð mun rísa á Hlíðarenda á næstu árum en bú­ast má við allt að 800 til 850 íbúðum á svæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK