Ríkið með 70% hlut á bankamarkaði um áramót

Samsett mynd/Eggert

Ef Íslandsbanki kemst í eigu ríkissjóðs um áramótin verða tveir af þremur viðskiptabönkunum í meirihlutaeigu ríkisins. Jafngildir það að ríkið ráði 70% af þessum markaði auk þess að eiga 13% hlut í Arion banka. Slík ríkisumsvif í fjármálakerfinu eru óþekkt á Vesturlöndum. 

Samtök atvinnulífsins greina frá þessu og benda á að hlutfallið sé sambærilegt og í Rússalndi en hærra en í Venesúela. Að öllu óbreyttu, þ.e. ef Íslandsbanki lendir í höndum ríkisins um áramótin komast Íslendingar í hóp með Hvíta-Rússlandi og Indlandi þar sem eignarhlutur hins opinbera í fjármálakerfinu er hlutfallslega hæstur samkvæmt Alþjóðabankanum.

„Áhætta ríkisins af þessum rekstri verður mjög mikil og brýnt að hraða sölu á hlut ríkisins í bönkunum,“ segja SA.

Bent er á að við söluna verði að tryggja að peningamagn í umferð aukist ekki með tilheyrandi þensluáhrifum. Því þurfi að ljúka útboði til að hleypa eigendum svonefndra aflandskróna úr landi.

„Verðmæti sem koma í hlut ríkissjóðs verður að nýta skynsamlega og ætti að  nýta fjármagnið til að greiða niður skuldir,“ ítreka SA.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK