Ríkið með 70% hlut á bankamarkaði um áramót

Samsett mynd/Eggert

Ef Íslands­banki kemst í eigu rík­is­sjóðs um ára­mót­in verða tveir af þrem­ur viðskipta­bönk­un­um í meiri­hluta­eigu rík­is­ins. Jafn­gild­ir það að ríkið ráði 70% af þess­um markaði auk þess að eiga 13% hlut í Ari­on banka. Slík rík­is­um­svif í fjár­mála­kerf­inu eru óþekkt á Vest­ur­lönd­um. 

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins greina frá þessu og benda á að hlut­fallið sé sam­bæri­legt og í Rússalndi en hærra en í Venesúela. Að öllu óbreyttu, þ.e. ef Íslands­banki lend­ir í hönd­um rík­is­ins um ára­mót­in kom­ast Íslend­ing­ar í hóp með Hvíta-Rússlandi og Indlandi þar sem eign­ar­hlut­ur hins op­in­bera í fjár­mála­kerf­inu er hlut­falls­lega hæst­ur sam­kvæmt Alþjóðabank­an­um.

„Áhætta rík­is­ins af þess­um rekstri verður mjög mik­il og brýnt að hraða sölu á hlut rík­is­ins í bönk­un­um,“ segja SA.

Bent er á að við söl­una verði að tryggja að pen­inga­magn í um­ferð auk­ist ekki með til­heyr­andi þenslu­áhrif­um. Því þurfi að ljúka útboði til að hleypa eig­end­um svo­nefndra af­l­andskróna úr landi.

„Verðmæti sem koma í hlut rík­is­sjóðs verður að nýta skyn­sam­lega og ætti að  nýta fjár­magnið til að greiða niður skuld­ir,“ ít­reka SA.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK