Stórt gjaldþrot Hróa Hattar félags

Rekst­ur Hróa Hatt­ar hef­ur gengið erfiðlega á síðustu árum.
Rekst­ur Hróa Hatt­ar hef­ur gengið erfiðlega á síðustu árum. Friðrik Tryggva­son

Gjaldþrot félagsins DGN ehf., sem er eitt þeirra félaga er tengdist rekstri pítsustaðarins Hróa Hattar, hljóðar upp á rúmar 534 milljónir króna. Ekkert fékkst greitt upp í almennar og eftirstæðar kröfur en samtals fengust 86,5 milljónir greiddar í veðkröfur, eða 16,26%.

Skiptum var lokið hinn 23. október. Röð gjaldþrota hefur einkennt reksturinn.

Greint er frá lokum gjaldþrotaskiptanna í Lögbirtingarblaðinu í dag. Félagið var úrskurðað gjaldþrota með úrskurði héraðsdóms Reykjaness hinn 13. september 2012.

Félagið kom við sögu í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna. Þar var farið yfir tap Sparisjóðsins í Bolungarvík vegna afskrifta á 250 milljóna króna lánum til pítsustaða í Reykjavík. Samkvæmt skýrslunni fór sparisjóðurinn í sumum tilfellum út fyrir þær heimildir sem  útlánareglur gáfu honum.

Gísli Inga­son og Dagbjartur Bjarnason, voru eigendur félagsins og áttu einnig félagið H.H. ehf., sem hélt utan um rekstur Hróa Hattar. Í gegnum félagið DNG ehf. keyptu þeir fasteignir pítsustaðarins á Smiðjuvegi í Kópavogi og í Hafnafirði.

H.H. ehf. keypti vörumerki og rekst­ur pítsustaðar­ins á þrem­ur stöðum á höfuðborg­ar­svæðinu á árinu 2007 og voru kaup­in fjár­mögnuð með sam­eig­in­legu láni nokk­urra spari­sjóða í er­lendri mynt. Hlut­ur spari­sjóðs Bol­ung­ar­vík­ur var tæp­lega 40 millj­ón­ir.

Spari­sjóður­inn tók síðar þátt í fleiri lán­um til H.H. og DGN ehf. og í sept­em­ber 2007 fékk DGN ehf. t.a.m. 160 millj­óna króna í er­lend­um mynt­um til kaupa á fyrr­nefnd­um fast­eign­um Hróa Hatt­ar. Lánin hækkuðu síðan verulega við hrunið.

Hrói Hött­ur ehf. var úr­sk­urðað gjaldþrota 19. janú­ar 2012 og DGN ehf. 13. sept­em­ber 2012.

Frétt mbl.is: Röð gjaldþrota hjá Hróa hetti

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka