„Hér ganga menn ekki í takt“

Seðlabankinn virðist einn vera að reyna kæla hagkerfið segir hagfræðingur.
Seðlabankinn virðist einn vera að reyna kæla hagkerfið segir hagfræðingur. mbl.is/Golli

Ákvörðun Seðlabanka Íslands um að hækka vexti er skiljanleg en vekur þó miklar áhyggjur. Þetta segja Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur.

Í tilkynningu er haft eftir Bjarna Má að ekki sé hægt að líta framhjá því að þær launahækkanir sem þegar sé búið að semja um setji mikinn þrýsting á verðlag enda standi undirliggjandi framleiðniaukning ekki undir þeim.

„Hækkun framlags í lífeyrissjóði samkvæmt SALEK samkomulaginu kemur til með að auka enn á þennan þrýsting þar sem launakostnaður mun hækka enn frekar. Seðlabankinn virðist enn á ný reyna einn síns liðs að kæla hagkerfið en á sama tíma leiðir ríkið þær miklu ósjálfbæru launahækkanir sem ríða yfir hagkerfið. Hér ganga menn ekki í takt“, segir Bjarni Már.

Seðlabankinn tiltekur í tilkynningu sinni að sterkari króna gefi tilefni til hægari hækkunar vaxta en áður var talið nauðsynlegt.

Almar segir að vissulega haldi sterkari króna aftur af verðbólgu en á sama tíma dragi það úr samkeppnishæfni íslenskra útflutnings- og samkeppnisfyrirtækja. Að auki kalli vaxtahækkanir á mikið innflæði skammtímafjármagns sem styrki krónuna enn frekar.

Tvíþætt lausn

„Gengi krónunnar hefur styrkst um 8% á þessu ári og er að verða óþægilega sterkt fyrir margar greinar. Seðlabankinn spáir því að raungengi á mælikvarða launa geti hækkað um 10% í ár. Það þýðir einfaldlega verri samkeppnisstaða sem þessu nemur. Ef skammtímfjármagn heldur áfram að flæða hér inn á grundvelli vaxtamunar þýðir það enn verri stöðu. Við köllum eftir því að Seðlabanki og stjórnvöld haldi stöðu raungengis þannig að framtíðar hagvaxtartækifæri glatist ekki og komið verði í veg fyrir myndun viðskiptahalla.“

Almar segir stöðuna erfiða en lausnin sé í grunninn tvíþætt. „Við þurfum annars vegar að styðja við framleiðniaukingu og reyna að búa til innistæðu fyrir umsömdum launahækkunum. Því miður hjálpar vaxtahækkun ekki til við það. Hins vegar verður verður ríkið að huga betur að hagstjórnarhlutverki sínu og halda aftur af vexti eftirspurnar. Það gengur ekki að Seðlabankinn standi enn á ný einn á bremsunni“.

Bjarni Már Gylfason
Bjarni Már Gylfason mbl.is/Árni Sæberg
Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK