Sjóvá hagnast um 2,6 milljarða

Hermann Björnsson forstjóri Sjóvá.
Hermann Björnsson forstjóri Sjóvá. mbl.is/Ómar

Sjóvá hagnaðist um rúma 2,6 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Afkoma af vátryggingastarfsemi var 677 milljónir króna og afkoma af fjárfestingarstarfsemi var 2,5 milljarðar fyrir skatta og afskrift óefnislegra eigna. 

Í afkomutilkynningu félagsins kemur fram að afkoman af fjárfestingastarfsemi hafi verið mun betri en að jafnaði mætti vænta. Afkoma af einstökum vátryggingagreinum sé mjög mismunandi. Sumari hafi komið fremur illa út vegna óveðurstjóna liðinn vetur og bifreiðatryggingar halda áfram að skila neikvæðri afkomu en þegar hefur verið gripið til ráðstafana til að bæta afkomu þeirra.

Hagnaður fyrir skatta og afskrift óefnislegra eigna nam 1,5 milljarði króna. Afkoma af vátryggingastarfsemi nam 406 milljónum króna og eigið fé nam 16,3 milljörðum króna. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar var 36,6 prósent og Aarðsemi eigin fjár á ársgrundvelli var 32,8 prósent. Gjaldþolshlutfall móðurfélagsins var 5,51 og samsett hlutfall samstæðunnar var 95,9 prósent.

Á fjórðungnum jók félagið mest við eign sína í skráðum hlutabréfum og óverðtryggðum ríkisskuldabréfum. Ávöxtun eignasafnsins var 4,9 prósent á fjórðungnum og vó þar þyngst að ávöxtun skráðra hlutabréfa var 13,9 prósent.

Ákveðið hefur verið að breyta skipan framkvæmdastjórnar með þeim hætti að framvegis mun hún eingöngu skipuð framkvæmdastjórum félagsins auk forstjóra. Undanfarin ár hafa auk framangreindra átt sæti í framkvæmdastjórn tveir forstöðumenn, annars vegar forstöðumaður fjárfestinga og hins vegar forstöðumaður trygginga- og tölfræðigreiningar. Þeir munu eftir sem áður heyra beint undir forstjóra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka