Neytendastofa hefur bannað Skeljungi birtingu auglýsingar sem er sögð sýna villandi verðsamanburð. Í auglýsingunni segir: „Lykill eins og Orkulykillinn. Hann veitir afslátt af ódýrasta eldsneytinu á Orkunni og á þjónustustöðvum Shell.“
Gögn málsins voru talin sýna að verð Shell á 95 oktana bensíni og dísilolíu var ekki lægst á neytendamarkaði á þeim tíma sem um ræðir en hins vegar var Orkan með ódýrasta eldsneytið.
Neytendastofa sagði að orðalagið mætti skilja á fleiri en einn veg og að gera þyrfti mikla kröfur þegar fyrirtæki noti efsta stig lýsingarorðs. Verið sé að vísa til yfirburða gagnvart öðrum keppinautum og ljóst sé að slíkar fullyrðingar hafi áhrif á neytendur.
Hér má lesa ákvörðun Neytendastofu.