Flothettan í útrás

Flothettan hefur verið send til rúmlega þrjátíu landa.
Flothettan hefur verið send til rúmlega þrjátíu landa. Mynd/Float.is

Flothettan hennar Unnar Valdísar Kristjánsdóttur hefur verið í útrás þar sem pantanir eru farnar að koma frá rúmlega þrjátíu löndum. Unnur segir nokkuð flókið að markaðssetja vöru sem hvergi er til en telur flotið vera komið til þess að vera.

Flothettan er nokkurra ára gömul og er seld í nokkrum verslunum hérlendis auk þess sem hún hefur verið seld í netverslun fyrirtækisins í tvö ár. Unnur pantanir koma hvaðanæva að, eða frá um þrjátíu löndum, þrátt fyrir að Bandaríkin séu langstærsti markaðurinn. Þá sérstaklega Florida og Kalifornía þar sem heilsuávinningur flotsins er nokkuð vel þekktur að sögn Unnar.

Stór markhópur

Aðspurð um markaðssetningu erlendis segir hún allar aðgerðir vera flóknari þegar varan er glæný. Hins vegar telur hún heiminn vera móttækilegan og segir tíðarandann breyttan með aukinni áherslu á heilsueflingu. Hún segir pantanir nokkuð breytilegar eftir árstíðum og eru hetturnar vinsælli á sumrin. Þá elta vinsældirnar einnig umfjöllun í erlendum fjölmiðlum og Unnur bendir jafnframt á að jóga-miðstöðvar og heilsulindir erlendir geri reglulega pantanir. „Þetta er alveg stór markhópur,“ segir Unnur.

Ný týpa af flothettunni leit dagsins ljós á dögunum en hún var hönnuð í samstarfi við listamanninn Sigga Eggerts. Týpurnar eru nú alls þrjár talsins og sér Unnur fyrir sér að gaman væri að bæta fleirum í hópinn í framtíðinni og þá mögulega í samstarfi við fleiri hönnuði.

Heilsudjamm og róleg stund

Aðspurð um framtíðarsýn fyrirtækisins segist Unnur vonast til þess að sjá flothettuna flæða út fyrir landsteinana. Að Ísland verði leiðandi í vatnsslökunar meninningu þar sem flothettan gegni lykilhlutverki. Þá segist hún gjarnan vilja sjá svokölluð samflot fara víðar.

Samflot er slökunarstund sem fer reglulega fram í átta sundlaugum, þar af sjö á höfuðborgarsvæðinu og einni á Akureyri. Samflotið er öllum opið og kostar ekkert utan aðgangseyris í sundlaugina. Hægt er að fá lánaðar flothettur en Unnur bendir þó á að magnið sé takmarkað og gildir „fyrstur kemur, fyrstur fær“ reglan. „Þetta er okkar framlag til lýðheilsu,“ segir Unnur og bendir jafnframt á sveitasamflot sem hún lýsir sem nokkurs konar „heilsudjammi“.

Þá er farið út á land í náttúrulaugar og flotið saman. Fyrir flotið er farið í jóga og boðið er upp á veitingar á eftir. „Þetta er aðeins meira stuð og mjög boðefnabætandi hressing,“ segir hún.

Aðspurð hvort hún hafi heyrt um þetta utan landsteinana segir hún glettin að fyrirbærið sé alveg séríslenskt.

Á Facebook-síðu Float má sjá upplýsingar um samflotsstundir.

Unnur Valdís Kristjánsdóttir
Unnur Valdís Kristjánsdóttir
Nýja flothettan sem var hönnuð í samstarfi við Sigga Eggerts.
Nýja flothettan sem var hönnuð í samstarfi við Sigga Eggerts.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK