Hagnaður Íslandsbanka 16,7 milljarðar

Íslandsbanki
Íslandsbanki Eggert Jóhannesson

Hagnaður Íslandsbanka eftir skatta nam 16,7 milljörðum króna á fyrstu 9 mánuðum ársins, samanborið við 18,2 milljarða króna á sama tímabili 2014 en þá voru tekjur af einskiptisliðum umfangsmeiri, segir í tilkynningu frá bankanum.

Arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi var 11,9 milljarðar króna samanborið við 11,4 milljarða króna á sama tíma 2014. Arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi miðað við 14% eiginfjárhlutfall A var 13,0% samanborið við 13,1% á sama tímabili 2014.

Hreinar vaxtatekjur voru 21 milljarður króna sem er heldur meira en á sama tímabili í fyrra. Útlán til viðskiptavina jukust um 4% frá áramótum í takt við hagvöxt. Heildareignir Íslandsbanka voru 1.004 ma. kr.

Hagnaður Íslandsbanka eftir skatta á þriðja ársfjórðungi nam 5,9 milljörðum króna, samanborið við 3,5 milljarða á sama tímabili í fyrra.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir í fréttatilkynningu: „Afkoma Íslandsbanka fyrstu níu mánuði ársins var mjög góð. Við sjáum áframhaldandi fjölbreytni í tekjustoðum bankans og jukust þóknanatekjur um 17% milli ára. Á sama tíma hefur vöxtur útlána verið hóflegur.

Seðlabanki Íslands hækkaði bindiskylduna í lok september sem dregur úr útlánagetu bankanna, en við vonum að hér sé um tímabundna aðgerð að ræða. Lánshæfismatsfyrirtækið Standard and Poor‘s hækkaði bankann í fjárfestingarflokk BBB-/A-3 í júlí og staðfesti nýlega mat sitt eftir að tilkynnt var um aðgerðir tengdar afléttingu hafta.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK