Kröfuhafar Kaupþings banka samþykktu á fundi í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í Reykjavík í dag stöðugleikaskilyrði stjórnvalda vegna afnáms fjármagnshafta með öllum greiddum atkvæðum en fulltrúar eigenda tæplega 90% krafna í bú bankans greiddu atkvæði.
Einnig var meðal annars samþykkt á fundinum að setja á laggirnar 10 milljarða króna sjóð til þess að standa straum af mögulegum málshöfðunum á hendur meðlimum slitastjórnar Kaupþings. Þá var ennfremur samþykkt að engar málsóknir yrðu á hendur íslenska ríkinu eða Seðlabanka Íslands.