„Tækifæri til aðskilnaðar er núna“

Rætt var um aðskilnað banka í hádeginu í dag.
Rætt var um aðskilnað banka í hádeginu í dag. mbl.is

Ásgeir Jóns­son, hag­fræðing­ur, seg­ir al­gjör­an aðskilnað viðskipta- og fjár­fest­inga­banka vera ill­mögu­leg­an og vera umræðu gær­dags­ins. Frosti Sig­ur­jóns­son, formaður efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar, seg­ir Íslend­inga hafa ein­stakt tæki­færi til þess að gera þetta núna.

Hug­mynd­ir um aðskilnað banka­starf­semi voru rædd­ar á há­deg­is­fundi Fé­lags viðskipta- og hag­fræðinga á Foss Hót­el í dag. Í sept­em­ber sl. lögðu átta þing­menn úr röðum stjórn­ar­and­stöðunn­ar fram til­lögu til þings­álykt­un­ar um aðskilnað fjár­fest­inga­banka- og viðskipta­banka­starf­semi. 

Ásgeir sagði rétt að setja tengsl­um viðskipta- og fjár­fest­inga­banka ein­hverj­ar skorður en sagði hug­mynd­ir um aðskilnað vera sér­ís­lenskt fyr­ir­bæri þar sem fyr­ir­komu­lagið sé ekki einu sinni í umræðunni ann­ars staðar. Stein­grím­ur J. Sig­fús­son gerði á fund­in­um at­huga­semd við um­mæli um að þetta væri umræða gær­dags­ins, og sagði menn virðast nokkuð snögga að standa upp eft­ir hrunið og dusta rykið af sér.

Al­hliðabank­ar tryggðu inni­stæður

Ásgeir fór yfir rök með og á móti aðskilnaði á fund­in­um og benti á að fjár­fest­ing­ar­banka­starf­semi skipti hag­kerfið miklu máli. „Fjár­fest­inga­banki er sam­sett líf­vera. Það eru mörg svið sem koma sam­an og Kínamúr­ar þurfa að vera á milli þeirra öf­ugt við í viðskipta­bönk­um,“ sagði hann og bætti við að margt mælti með al­hliðabönk­um.

Hann nefndi þar t.d. áhættu­dreif­ingu, fjöl­breytt­ari tekju­stofna, fjöl­breytt­ari þjón­ustu og ör­ugg­ari inn­lána­trygg­ingu. Þar vísaði hann til þess að fjár­mögn­un ís­lensku bank­anna með heild­sölu­lán­um hefði tryggt end­ur­heimt­ur inn­lána við fall þeirra árið 2008.

Ásgeir tí­undaði einnig nokkra kosti við aðskilnað og benti t.d. á „of-stór-til-að-falla“ vanda­málið og áhættu því fylgj­andi. Auðveld­ara væri að fylgj­ast með smærri ein­ing­um auk þess sem rík­is­tryggð inn­lán yrðu ekki nýtt í fjár­fest­inga­banka­starf­semi. „Við losn­um þannig við freistni­vanda,“ sagði Ásgeir.

Meira svig­rúm og aðkoma líf­eyr­is­sjóða?

Hann sagði viðskipta­banka­starf­sem­ina hins veg­ar vera langt frá því að vera ör­ugga og benti á að ból­an á ár­un­um 2004 til 008 hefði verið viðskipta­banka­bóla knú­in áfram af óvar­leg­um út­lán­um og hús­næðislán­um. 

Þó sagði hann að mögu­leg­ur ábati aðskilnaðar gæti verið rýmra svig­rúm fjár­fest­inga­banka til at­hafna og benti á að þeir þyrftu þá mögu­lega á stuðningi líf­eyr­is­sjóða að halda.

Tæki­færið er núna

Frosti Sig­ur­jóns­son sagði góðan hljóm­grunn vera fyr­ir aðskilnaði um þess­ar og bætti við að al­menn samstaða virt­ist vera um málið í stjórn­ar­and­stöðuflokk­um. Hann vísaði þar að auki til álykt­un­ar frá síðasta lands­fundi Sjálf­stæðis­flokks­ins þar sem fram kem­ur að lands­fund­ur leggi „áherslu á að starf­semi fjár­fest­inga­banka og viðskipta­banka verði að fullu aðskil­in“. 

„Ef við töl­um um jarðveg fyr­ir því að gera þessa hluti, að þá er það núna,“ sagði hann og bætti við að nauðsyn­legt væri að skoða málið af ákveðni. 

„Það get­ur verið betri mögu­leiki á að gera svona hluti í litl­um lýðræðis­leg­um ríkj­um en öðrum sem eru und­ir sterk­um áhrif­um fjár­mála­kerf­is­ins,“ sagði hann og bætti við að Íslend­ing­ar gætu verið frum­kvöðlar í þess­um efn­um. „Ég skil ókost­ina sem fylgja aðskilnaði. Það mun leiða til meiri kostnaðar með tvö­faldri yf­ir­bygg­ingu. Allt þetta þarf að vega á móti rík­is­ábyrgðinni og því að leyfa áhættu­sækn­um fjár­mála­stofn­un­um að fjár­magna sig með rík­is­tryggðum inn­lán­um.“

Burt með „fjár­fest­inga­bankaviðhorf“

Tryggvi Páls­son, stjórn­ar­formaður Lands­bank­ans, benti á að banka­stjórn­end­ur fyr­ir hrun hefðu verið með „fjár­fest­inga­bankaviðhorf“ og þar af leiðandi miklu áhættu­sækn­ari. Hann sagði að gæta þyrfti að hug­ar­fari, viðskiptasiðferði og hvata­kerf­um til þess að viðskipta- og fjár­fest­inga­banka­starf­semi gæti farið sam­an. 

Hann benti á að þings­álykt­un­ar­til­laga sem þessi hefði níu sinn­um áður verið lögð fram og vísaði til þess að þegar til­lag­an var síðast sleg­in út af borðinu hefði verið ákveðið að fylgj­ast með þró­un­inni á Norður­lönd­um og í Evr­ópu­sam­band­inu. Evr­ópu­sam­bandið er í dag ein­ung­is að huga að aðskilnaði gagn­vart þeim bönk­um sem kallaðir eru „Global Systemically Import­ant Instituti­ons“, sem eru þrjá­tíu bank­ar af átta þúsund. 

„Það er búið að gera mjög margt til þess að tryggja kerfið hér á landi,“ sagði hann. „Eft­ir­lit Seðlabank­ans er mun skil­virk­ara en áður var. Það er búið að ganga öðru­vísi frá reglu­verki og síðan eru að bæt­ast við þjóðhags­varúðar­tæki,“ sagði hann og vísaði m.a. til mögu­legra tak­mark­ana á vaxtamunaviðskipt­um og há­mörk­un á veðsetn­ing­ar­hlut­föll­um. 

„Þetta hef­ur  gert það að verk­um að það er minni ástæða en var fyr­ir þrem­ur árum til að fara í aðskilnað. Og var þó ekki ástæða til á þeim tíma.“ 

Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Frosti Sig­ur­jóns­son, formaður efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar. mbl.is/​Styrm­ir Kári
Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands.
Ásgeir Jóns­son, dós­ent í hag­fræði við Há­skóla Íslands. mbl.is/Ó​mar
Tryggvi Pálsson, stjórnarformaður Landsbankans.
Tryggvi Páls­son, stjórn­ar­formaður Lands­bank­ans. mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka