Ótrúverðugt hjá fyrirtækjum

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Heimili eru líka fyrirtæki. Ekki aðskilja þetta tvennt því þetta er sami hluturinn fyrir mér,“ sagði Brynhildur S. Björnsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, við Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, á fundi Samtaka atvinnulífsins undir yfirskriftinni „Hvert fara peningarnir þínir?“ sem fer fram í Hörpu í dag.

Samtökin áætla að nýir fyrirtækjaskattar frá árinu 2008 muni skila ríkissjóði 85 milljörðum króna í viðbótartekjur á árinu 2016. Tryggingargjaldið var til sérstakrar umræðu.

Bjarni sagði ótrúverðugt að fyrirtæki væru að kvarta undan íþyngjandi tryggingargjaldi á sama tíma og þau séu að hækka laun um sex til átta prósent á hverju ári, þar sem gjaldið sé beintengt launagreiðslum. „Þetta er bara rökleysa,“ sagði hann. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, benti á að greiningar samtakanna sýndu að ríkið hafi verið leiðandi í launaþróun. Bjarni sagði umræðu þess efnis vera vitleysu og bætti við að enginn myndi standa uppi sem sigurvegari í þeim deilum.

Bjarni sagðist vilja sjá tryggingargjaldið lækka en benti á að skoða þyrfti málið í heildarsamhengi og vísaði til þess að áhersla hefði verið lögð á heimilin á þessu kjörtímabili. Hvað fyrirtækin varðar, benti Bjarni á, að einungis skattlagning á fjármálafyrirtæki hefði verið aukin á þessu kjörtímabili en að öðru leyti hefðu allar breytingar verið til skattalækkana. 

Brynhildur sagði tryggingagjaldið koma lang verst niður á litlum fyrirtækjum og benti á að einungis einn til níu starfsmenn störfuðu hjá níutíu prósent íslenskra fyrirtækja.

Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Samfylkingar, tók undir þetta og sagði að stjórnvöld ættu að leggja mikla áherslu á tryggingargjaldið til þess að halda fyrirtækjum í landinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK