Stórlega ýktar fregnir af verðbólgu?

Geta fyrirtækja til hagræðingar var mögulega vanmetin að mati Arion …
Geta fyrirtækja til hagræðingar var mögulega vanmetin að mati Arion banka. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Ekki er ósennilegt að Seðlabankinn og aðrir greiningaraðilar hafi vanmetið getu fyrirtækja til hagræðingar og framleiðniaukningar þar sem enn bólar ekkert á verðbólgunni.

Lítil sem engin erlend verðbólga og styrking krónunnar hafa haft mikið að segja en ársverðbólga mælist nú tvö prósent og án húsnæðisliðar mælist hún sem fyrr 0,3 prósent. Ef ekki væri fyrir húsnæðisliðinn væri verðbólga því nánast engin.

Á þetta bendir Greiningardeild Arion banka í nýjustu Markaðspunktum. Fyrr í mánuðinum hækkaði Seðlabankinn stýrivexti um 0,25 prósent og boðaði áframhaldandi vaxtahækkunarferli á næstu mánuðum og misserum vegna aukins verðbólguþrýstings. Þrátt fyrir þennan verðbólguþrýsting bólar enn ekkert á verðbólgunni, en hún er nú 50 punktum undir markmiði.

Fyrir utan bein áhrif gengisstyrkingar á innfluttar vörur, er mögulega talið að svigrúm sé til minni verðhækkana en ella á innlendum vörum og þjónustu. Flugfargjöld, eldsneyti, matarkarfan, símaþjónusta, húsgögn og föt og skór lækka í verði milli mánaða.

Næsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabanka Íslands er  9. desember nk. og telur Greiningardeild Arion banka líklegt að peningastefnunefnd muni halda stýrivöxtum óbreyttum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK