Stórlega ýktar fregnir af verðbólgu?

Geta fyrirtækja til hagræðingar var mögulega vanmetin að mati Arion …
Geta fyrirtækja til hagræðingar var mögulega vanmetin að mati Arion banka. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Ekki er ósenni­legt að Seðlabank­inn og aðrir grein­ing­araðilar hafi van­metið getu fyr­ir­tækja til hagræðing­ar og fram­leiðniaukn­ing­ar þar sem enn ból­ar ekk­ert á verðbólg­unni.

Lít­il sem eng­in er­lend verðbólga og styrk­ing krón­unn­ar hafa haft mikið að segja en ár­sverðbólga mæl­ist nú tvö pró­sent og án hús­næðisliðar mæl­ist hún sem fyrr 0,3 pró­sent. Ef ekki væri fyr­ir hús­næðisliðinn væri verðbólga því nán­ast eng­in.

Á þetta bend­ir Grein­ing­ar­deild Ari­on banka í nýj­ustu Markaðspunkt­um. Fyrr í mánuðinum hækkaði Seðlabank­inn stýri­vexti um 0,25 pró­sent og boðaði áfram­hald­andi vaxta­hækk­un­ar­ferli á næstu mánuðum og miss­er­um vegna auk­ins verðbólguþrýst­ings. Þrátt fyr­ir þenn­an verðbólguþrýst­ing ból­ar enn ekk­ert á verðbólg­unni, en hún er nú 50 punkt­um und­ir mark­miði.

Fyr­ir utan bein áhrif geng­is­styrk­ing­ar á inn­flutt­ar vör­ur, er mögu­lega talið að svig­rúm sé til minni verðhækk­ana en ella á inn­lend­um vör­um og þjón­ustu. Flug­far­gjöld, eldsneyti, mat­arkarf­an, símaþjón­usta, hús­gögn og föt og skór lækka í verði milli mánaða.

Næsti vaxta­ákvörðun­ar­dag­ur Seðlabanka Íslands er  9. des­em­ber nk. og tel­ur Grein­ing­ar­deild Ari­on banka lík­legt að pen­inga­stefnu­nefnd muni halda stýri­vöxt­um óbreytt­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK